Skip to main content

Málþing um skáldið Þorstein frá Hamri

Málþing um skáldið Þorstein frá Hamri - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. september 2022 10:00 til 17:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Laugardaginn 17. september verður haldið málþing um skáldið Þorstein frá Hamri í Hátíðasal Háskóla Íslands. Þar munu ellefu fyrirlesarar, jafnt rithöfundar sem fræðimenn, fjalla um framlag Þorsteins til íslenskrar tungu, bókmennta og þjóðlegra fræða. Flest erindin snúa að ljóðlist Þorsteins, enda er hann eitt merkasta ljóðskáld þjóðarinnar fyrr og síðar, en skáldsögur hans og framlag til þjóðlegs fróðleiks verða einnig til umræðu.

Dagskrá:

  • 10:00  Guðrún Nordal opnar þingið
  • 10:10  Ástráður Eysteinsson: Orð og mosakló. Um arfleifð skáldsins frá Hamri
  • 10:40  Sigurbjörg Þrastardóttir: Vertu ásamt mér þessi mýri … 
  • 11:10  Kristján Þórður Hrafnsson: Galdur hins hálfsagða
  • 11:40  Rósa Þorsteinsdóttir: Skuldaskil. Þorsteinn og þjóðsögurnar
  • 12:10-13:10  Hádegishlé
  • 13:10 Vésteinn Ólason: Þorsteinn frá Hamri – ímynd og áhrif fyrir hálfri öld
  • 13:40 Guðrún Nordal: „líkingar, myndhvörf, ljóð…“. Um lok ljóða
  • 14:10 Sigrún Margrét Guðmundsdóttir: „tími til kominn að eignast skárra hús“. Virkjun auðlinda í sagnagerð Þorsteins frá Hamri
  • 14:40 Ármann Jakobsson: Hvíslað að gyðjunni. Þorsteinn á þúsaldamótum
  • 15:10–15:40 Kaffihlé
  • 15:40  Elín Edda Þorsteinsdóttir: „Veður eru mér jafngildi veraldar“
  • 16:10  Haukur Ingvarsson: Þytur í trjám er tíminn
  • 16:40  Anton Helgi Jónsson: Ævintýrið um ratvísa ljóðið og afskekktu nándina
  • 17:15  Þorsteinsfögnuður.

Málþingsumsjón: Guðrún Nordal og Ástráður Eysteinsson.

Að þinginu standa Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og félagið Arfur Þorsteins frá Hamri.

Þorsteinn frá Hamri.

Málþing um skáldið Þorstein frá Hamri