Skip to main content

Einu sinni var... í framtíðinni

Einu sinni var... í framtíðinni - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. júní 2022 9:00 til 16:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Einu sinni var... í framtíðinni
Stefnumót um stafræna miðlun og varðveislu menningararfs

Stefnumót um stafræna miðlun og varðveislu menningararfs verður haldið í Reykjavík 16. júní 2022, í Veröld - húsi Vigdísar, Háskóla Íslands.

Á stefnumótinu verða flutt erindi um stafrænan menningararf og framtíð arfleifðarinnar í sýndarheimum rædd í málstofum af um 30 innlendum og erlendum fyrirlesurum. Jafnframt mun gestum gefast tækifæri til að kynna sér um 20 tæknilausnir og afrakstur verkefna á þessu sviði, sem og nýsköpun eins og leiki, sýndarveruleika og upplifun byggða á menningararfinum.

Stefnumótið er lokaviðburður í verkefninu PHIVE (Promoting and preserving heritage in virtual environments) sem er samstarfsverkefni stutt af Norðurslóðaáætlun ESB og leitt af Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri. Viðburðinum verður streymt og hægt verður að taka þátt gegnum netið. Skráning á stefnumótið fer fram á Eventbrite og er sætafjöldi takmarkaður.

Sjá nánar um ráðstefnuna og PHIVE verkefnið hér:
https://northernheritage.org/final-conference-program/

Skráning: https://www.eventbrite.com/e/315286449257