Skip to main content

Ný íslensk bókmenntasaga og arfleifð Stefáns Einarssonar

Ný íslensk bókmenntasaga og arfleifð Stefáns Einarssonar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. apríl 2022 13:00 til 16:00
Hvar 

Rannsóknasetur HÍ á Breiðdalsvík

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í ársbyrjun 2022 kom út tveggja binda verk á vegum Hins íslenska bókmenntafélags, Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi. Í verkinu er saga íslenskra bókmennta frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga rakin á knappan hátt í samhengi við strauma og stefnur hvers tíma og er sú umfjöllun grundvölluð á rannsóknum síðustu áratuga. Eins og flestallar tilraunir til að skrá íslenska bókmenntasögu síðustu 60 árin byggir þetta verk á traustum grunni Íslenskrar bókmenntasögu dr. Stefáns Einarssonar, málvísindamanns og bókmenntafræðings frá Höskuldsstöðum í Breiðdal.

Þann 23. apríl 2022 fer fram málþing við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík. Þar munu höfundar Íslenskra bókmennta: sögu og samhengis fjalla um ritun íslenskrar bókmenntasögu frá ýmsum sjónarhornum og það hlutverk sem arfleið Stefáns Einarssonar lék og leikur í rannsóknum á íslenskum bókmenntum.

Dagskrá

13:00 Ármann Jakobsson — Bókmenntir fram til 1250
13:20 Aðalheiður Guðmundsdóttir — Um bókmenntasöguleg yfirlitsrit
13:40 Margrét Eggertsdóttir — Lærdómsöld: Frá siðaskiptum til upplýsingar
14:00 Kaffi og umræður

14:30 Jón Yngvi Jóhannsson — Alþjóðlegar bókmenntir frá Íslandi
14:50 Ásta Kristín Benediktsdóttir — Hið vonlausa verkefni? Bókmenntasaga samtímans
15:10 Kaffi og umræður

15:50 Þorvaldur Þórðarson, formaður Breiðdalsseturs — lokaorð

María Helga Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri við rannsóknasetrið, stýrir málþinginu.

Að málþinginu loknu gefst gestum tækifæri á eiga samtal við höfundana, blaða í bókmenntasögu bæði þeirra og Stefáns og kynna sér ævi og störf Stefáns í gegnum fastasýningu rannsóknasetursins og Breiðdalsseturs ses.

Aðgangur ókeypis; öll velkomin. Aðgengi hjólastóla að húsinu er takmarkað. Lyfta er milli hæða en aðkoma er yfir möl, eitt hátt þrep er inn í húsið og dyragættir innanhúss nokkuð þröngar.

Streymi

Viðburðinum verður einnig streymt á Zoom - streymið má nálgast hér.

Höfundar Íslenskra bókmennta: sögu og samhengis (2022) fjalla um ritun íslenskrar bókmenntasögu frá ýmsum sjónarhornum og hlutverk sem arfleifðar Stefáns Einarssonar í rannsóknum á íslenskum bókmenntum. Mynd: Auglýsing fyrir A History of Icelandic Literature, íslenska bókmenntasögu eftir Stefán Einarsson sem kom út á ensku árið 1957.

Ný íslensk bókmenntasaga og arfleifð Stefáns Einarssonar