Skip to main content

Fundargerð háskólaráðs 17. mars 2022

4/2022
HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2022, fimmtudaginn 17. mars var haldinn rafrænn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands sem hófst kl. 13.00.

Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Guðvarður Már Gunnlaugsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Isabel Alejandra Díaz, Jessý Rún Jónsdóttir, Jón Ólafsson, Ólafur Pétur Pálsson, Siv Friðleifsdóttir og Vigdís Jakobsdóttir. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð, og Þórður Kristinsson.

1.    Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að engin athugasemd hefði borist við fundargerð síðasta fundar og hefði hún því skoðast samþykkt og verið birt á háskólavefnum. Rektor bar síðan undir fundinn tillögu um að bæta við áður auglýsta dagskrá fundarins nýjum lið um málefni tengd stríðinu í Úkraínu. Var hún samþykkt. Þá spurði rektor hvort einhver gerði athugasemd við svo breytta dagskrá fundarins og var svo ekki.

2.    Kynning á skipulagi, starfsemi, rekstri, áherslumálum og framtíðarsýn valinna skipulagseininga.

a.    Jafnréttisnefnd háskólaráðs. Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, formaður.
Inn á fundinn komu Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, formaður jafnréttisnefndar háskólaráðs, og Arnar Gíslason og Sveinn Guðmundsson, jafnréttisfulltrúar. Brynja gerði grein fyrir starfsemi og áherslumálum jafnréttisnefndar. Málið var rætt og svöruðu þau Brynja, Arnar og Sveinn spurningum.

Brynja, Arnar og Sveinn viku af fundi.

b.    Endurmenntun Háskóla Íslands. Halla Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri.
Inn á fundinn komu Halla Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri, og Róbert H. Haraldsson, formaður stjórnar Endurmenntunar Háskóla Íslands. Halla gerði grein fyrir starfsemi, áherslumálum og framtíðarsýn Endurmenntunar Háskóla Íslands. Málið var rætt og svaraði Halla spurningum.

Halla vék af fundi.

Fundarhlé.

c.    Kennslumál. Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslusviðs.
Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslusviðs, gerði grein fyrir starfsemi, áherslumálum og framtíðarsýn sviðsins. Málið var rætt og svaraði Róbert spurningum.

Róbert vék af fundi.

d.    Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands. Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður.
Inn á fundinn kom Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands, gerði grein fyrir starfsemi og áherslumálum stofnunarinnar og fræðasetranna. Málið var rætt og svaraði Sæunn spurningum.

3.    Málefni tengd styrjöldinni í Úkraínu.
Rektor og Jón Ólafsson greindu frá stöðu mála tengdum styrjöldinni í Úkraínu og mögulegum stuðningsaðgerðum háskóla við landflótta starfsfólk og nemendur. Aðkoma Háskóla Íslands var rædd. Málið verður áfram á dagskrá háskólaráðs.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 15.20.