Heiðursverðlaun Hyman Minsky á Íslandi veitt í fyrsta sinn
Heiðursverðlaun Hyman Minsky á Íslandi voru veitt þann 23. september. Að þessu sinni var Kári Gunnlaugsson, meistaranemi við Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (e. CBS) fremstur meðal jafningja. Ritgerð hans More base money more problems fjallar um samband peningamagns og lánveitinga.
Í ritgerðinni eru leiddar líkur að því að innlendir bankar mæti peningaeftirspurn með auknum útlánum. Það bendir til þess að peningamagn sé drifið áfram af eftirspurnarhlið hagkerfisins (e. endogenous money creation), fremur en að umfangi þess sé fyrst og fremst stýrt af stjórnvaldi á borð við Seðlabanka (e. exogenous money creation). Niðurstöður líkansins, sem sett er fram í ritgerðinni, rennir stoðum undir þessa tilgátu. Samkvæmt því er gagnkvæmt langtímaorsakasamband milli grunnpeningamagns og lánveitinga. Út frá því má álykta að opinber peningastefna, ein og sér, stýri ekki peningamagni.
Hyman Minsky var hagfræðingurinn að baki kenningunni um fjármálalegan óstöðugleika, sem vakti töluverða athygli í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Hann fjallaði einnig um atvinnuframboðstryggingu, lagði vogarskálar sínar á þróun nútíma peningamálahagfræði og bætti mjög skilning á ferlum innan fjármálakerfisins svo að nokkur dæmi séu nefnd.
Verðlaunin eru samstarfsverkefni Dr. Ólafs Margeirssonar og Hagfræðistofnunar og eru veitt 23. september ár hvert. Öll verk (BSc./BA/MSc./MA/PhD/vinnuritgerðir, o.fl.) eru tekin gild.