22. júní 2021
Hagfræðingar með ágætiseinkunn
Laugardaginn 19. júní brautskráðust frá Hagfræðideild Háskóla Íslands alls 51 kandídat af þremur námsstigum en þar af luku 41 BA/BS prófi frá deildinni.
Sú hefð hefur skapast að fyrir brautskráningarathöfn mæti þeir kandídatar sem ljúka sinni gráðu með ágætiseinkunn í myndartöku ásamt deildarforseta og tók Birgir Þór Runólfsson vel á móti hópnum í þetta skiptið.
Alls luku fimm kandídatar prófi með ágætiseinkunn en þau eru:
- Arnar Geir Geirsson – BS Almenn hagfræði
- Birgir Urbancic Ásgeirsson - MS Fjármálahagfræði
- Erla Björk Sigurðardóttir - BS Almenn hagfræði
- Inga Rósa Böðvarsdóttir - BS Almenn hagfræði
- Kristín Amalía Líndal - BS Almenn hagfræði
Hagfræðideild óskar öllum kandídötum innilega til hamingju með daginn og gæfuríkrar framtíðar.