
Aurora fyrir nemendur
Aurora-samstarfið skapar fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til að öðlast alþjóðlega reynslu sem hluta af náminu við Háskóla Íslands.
Aurora styrkir nemendur jafnframt til þátttöku í samfélagslegri nýsköpun og uppbyggingu sjálfbærs samfélags.
 
Raddir nemenda eiga að heyrast í allri stefnumótun, verkefnum og nýsköpun innan Aurora-samstarfsins.
 
Sjáðu um hvað námið snýst

Margvísleg tækifæri
Nemendur í Aurora háskólum fá tækifæri til að öðlast getu, þekkingu og drifkraft til að verða samfélagslegir frumkvöðlar og leiðtogar.
Aurora-samstarfið gerir nemendum kleift að:
- Velja námskeið við aðra Aurora háskóla.
 - Vera þátttakendur í Aurora verkefnum og viðburðum.
 - Starfa í framtíðinni þvert á landamæri, tungumál og menningu.
 

Viltu taka þátt í Aurora?
- Viltu taka þátt sem sjálfboðaliði?
 
- Viltu taka námskeið hjá Aurora háskóla?
Nemendur sem hafa verið samþykktir til þátttöku í námskeiði eða viðburði á vegum Aurora sem felur í sér dvöl erlendis eiga þess kost að sækja um styrk. Alþjóðasvið veitir upplýsingar um styrkumsókn 
- Viltu vita meira um Aurora háskólana?
 
- Fylgstu með því sem er á döfinni á Instagram síðu Aurora nemendaráðsins eða á heimasíðu Aurora.
 
Hafðu samband
Ertu með hugmyndir, spurningar eða ábendingar um Aurora? Við viljum heyra frá þér!
Verkefnastjóri nemendatækifæra innan Aurora er Alma Ágústsdóttir (aurora@hi.is / almaagusts@hi.is)
Fulltrúi nemenda er alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (internationalcommittee@hi.is) sem jafnframt á sæti í Stúdentaráðs Aurora ásamt Aurora-fulltrúa SHÍ.
Viltu fá Aurora fréttabréfið beint í pósthólfið? Skráðu þig á Aurora póstlistann.
