Skip to main content

Leikskólakennarafræði - Aukagrein

Leikskólakennarafræði - Aukagrein

Menntavísindasvið

Leikskólakennarafræði

Aukagrein – 60 einingar

Námið er ætlað þeim sem hyggjast starfa sem leikskólakennarar eða við önnur tengd störf. Lögð er áhersla á þroska, samskipti og leik. 

Skipulag náms

X

Leikskólafræði I - Leikskólinn sem menntastofnun (LSS101G)

Námskeiðið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og innsýn í hlutverk og stöðu leikskólans í íslensku menntakerfi, hvernig ólík hugmyndafræði, sýn og viðhorf endurspeglast í markmiðum og starfsháttum leikskóla og hlutverk leikskólakennara í námi barna.

Námskeiðið er inngangsnámskeið í leikskólafræði þar sem m.a. er lögð áhersla á að kynna menntunarhlutverk leikskóla og starfsvettvang leikskólakennara. Lögð er til grundvallar sú sýn að börn eigi rétt á krefjandi viðfangsefnum og tækifærum til að taka þátt í samfélagi sem byggir á jafnrétti og lýðræðislegri þátttöku.

Meðal þeirra þátta sem fjallað er um eru:

  • Lagarammi skólastigsins, grunnþættir menntunar og aðalnámskrá leikskóla
  • Stefna og hugmyndafræði leikskólastarfs  
  • Hlutverk og starfskenning leikskólakennara
  • Leik- og námsumhverfi barna
  • Skipulag og starfshættir í leikskólum
  • Samstarf heimilis og leikskóla
  • Matarmenning – tengsl umhverfisþátta á næringu og heilbrigði

Fyrirlestrar, málstofur og verkefnavinna, einstaklingslega eða í samstarfi við aðra. Námskeiðið hefur skýr tengsl við vettvang þar sem nemendur vinna verkefni sem tengjast viðfangsefnum námskeiðs og fara í kynnisferð í leikskóla.

Fyrirkomulag kennslu
Kennslustundir fara að jafnaði fram í rauntíma fyrir hádegi. Gert er ráð fyrir að nemendur sem búa á höfuðborgarsvæðinu mæti í kennslustundir í Stakkahlíð en nemendur sem búa utan höfðuðborgarsvæðisins taki þátt í kennslustundum í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma.  Sjá nánar um kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sigurbaldur P. Frímannsson
Hallbera Rún Þórðardóttir
Sigurbaldur P. Frímannsson
B.Ed. í leikskólakennarafræði

Leikskólakennaranámið hefur gefið mér dýpri sýn á það sem leikskólakennari tekst á við í starfi. Námið hefur víkkað sjóndeildarhringinn og gefið mér betri sýn á þá eiginleika sem góður leikskólakennari þarf að hafa. Í náminu gefst tækifæri til að tengja fræðilega hluta námsins við fyrri reynslu og nýta verkefnavinnu undir styrkri leiðsögn kennara.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.