Nýtum rafrænar samskiptaleiðir
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs hefur opnað bókunargátt þar sem nemendur geta bókað fjarfund í gegnum Teams með verkefnastjórum Nemendaþjónustunnar. Mögulegt er að bóka fund með einstaka verkefnastjórum sem eru tengiliðir einstakra námsbrauta eða bóka fund með næsta lausa verkefnastjóra.
Er þessi bókunargátt liður í að bæta við rafrænar samskiptaleiðir en nú þegar er hægt að hafa samband við Nemendaþjónustuna í gegnum síma, tölvupóst og netspjall. Er því bókunargáttin leið fyrir þá sem kjósa frekar að eiga fjarfund með verkefnastjóra hjá Nemendaþjónustunni.
Hvert fundarhólf er tuttugu mínútur og hægt er að bóka allt að viku fram í tímann en aldrei skemur en þremur klukkustundum fyrir áætlaðan fundartíma.
Með þessu er komið til móts við þá sem kjósa frekar að eiga fund við verkefnastjóra til að fá úrslausn sinna mála án þess að mæta á háskólasvæðið.