Skip to main content
5. október 2020

Aldrei fleiri þátttakendur á Menntakviku

""

Vel á þriðja þúsund manns sóttu Menntakviku sem fram fór dagana 1. og 2. október síðastliðinn. Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs, hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem uppskeruhátíð menntavísinda  í landinu þar sem varpað er ljósi á nýjustu rannsóknir og þróunarverkefni í skóla-, frístunda- og uppeldsstarfi. 

Ráðstefnan var sú umfangsmesta frá upphafi því alls voru í boði 300 erindi í 87 rafrænum málstofum. Þátttakendur komu bæði úr hópi fræðimanna og nemenda Háskóla Íslands og annarra háskóla og fagfólks sem vinnur að mennta- og uppeldismálum í samfélaginu.

Vegna kórónuveirufaraldursins fór ráðstefnan að öllu leyti fram á netinu í ár og er enn hægt að nálgast upptökur af fjölmörgum fyrirlestrum á vef ráðstefnunnar. Líflegar umræður um viðfangsefni ráðstefnunnar spunnust í málstofum á ZOOM þar sem þátttakendafjöldi fór langt fram úr væntingum.

„Við heyrum lítið annað en lof og gleði úr hverju horni sem gleður okkur ósegjanlega. Það er meira en að segja það að snúa ráðstefnu af þessari stærðargráðu alfarið yfir á rafrænt form, sérstaklega án sambærilegra fordæma til að styðjast almennilega við,“ segir Kristín Erla Harðardóttir, forstöðumaður Menntavísindastofnunar, en framkvæmd ráðstefnunnar var í höndum starfsfólks stofnunarinnar og sviðsskrifstofu Menntavísindasviðs.

Fjölmiðlar hafa flutt fréttir af rannsóknum sem kynntar voru á ráðstefnunni síðustu daga. Hægt er að nálgast fréttirnar á Facebook-síðu Menntavísindasviðs.

„Við heyrum lítið annað en lof og gleði úr hverju horni sem gleður okkur ósegjanlega. Það er meira en að segja það að snúa ráðstefnu af þessari stærðargráðu alfarið yfir á rafrænt form, sérstaklega án sambærilegra fordæma til að styðjast almennilega við,“ segir Kristín Erla Harðardóttir, forstöðumaður Menntavísindastofnunar,