Samfélagsleg áhrif rannsókna eru áhrif á sjálfbæra þróun, samfélög eða velferð einstaklinga. Háskóli Íslands leitast við að auka jákvæð áhrif rannsókna í samfélaginu.
Hvert get ég leitað?
Háskóli Íslands býður rannsakendum upp á ráðgjöf til að auka samfélagsleg áhrif af rannsóknum sínum, meðal annars á Vísinda- og nýsköpunarsviði.
Tölvupóstfang: inno@hi.is
Áhrif af rannsóknum
- Vísindaleg, en þá felast áhrifin fyrst og fremst í birtingum á niðurstöðum rannsókna, samstarfi rannsakenda, þátttöku í ritrýni, þróun rannsóknaraðferða og -spurninga og í raun öllu sem fellur undir að auðga fræðasamfélagið sem viðkomandi rannsakendur eru hluti af.
- Efnahagsleg, en þá fela þau í sér nýsköpun, hagnýtingu, aukna samkeppnishæfni, hagvöxt, hagræðingu og aukna atvinnu.
- Samfélagsleg, en þá birtast áhrifin fyrst og fremst í samfélaginu utan vísindasamfélagsins.
Dæmi um samfélagsleg áhrif eru
- Áhrif á stefnumótun Breytingar á almenningsáliti eða auðgun samtals
- Að skapa nýjar tekjur eða auðvelda sparnað
- Umbætur á kerfi, hönnun og ferli
- Að auðga menninguna
- Vísindalegar framfarir, innan greina og þvert á þær
Af hverju skipta samfélagsleg áhrif máli?
- Almenningur: Hefur rétt á að sjá í hverju þeirra fjárfesting í rannsóknum skilar samfélaginu.
- Stjórnvöld: Vilja nýta niðurstöður rannsókna til að taka upplýstari ákvarðanir um hin margvíslegu mál og viðfangsefni.
- Styrkveitendur: Gera sífellt auknar kröfur um að hægt sé að sýna fram á að fjárfestingar til rannsókna skili sér til almennings, þau séu sýnileg og mælanleg.
- Háskólar: Samfélagsleg áhrif rannsókna er órjúfanlegur hluti af stefnumótun háskóla.
Hvernig geta rannsóknir haft meiri samfélagsleg áhrif?
Hægt er að auka samfélagsleg áhrif af rannsóknum með margvíslegum hætti og til eru ýmis tól og stuðningur sem hægt er að nýta. Auk þess er gott að hafa í huga að eftirfarandi atriði geta aukið líkur á samfélagslegum áhrifum en eru ekki samfélagsleg áhrif í sjálfum sér:
- Að birta sem mest af rannsóknagögnum og -niðurstöðum í opnum aðgangi.
- Að skrifa greinar og koma fram í fjölmiðlum og reyna að ná til almennings í gegnum samfélagsmiðla.
- Auka þátttöku nemenda í rannsóknarverkefnum.
- Gæta þess að rannsóknarteymi og samstarfsaðilar endurspegli fjölbreytta hópa samfélagsins.
- Starfa þvert á fræðasvið, stofnanir og í samstarfi við atvinnulífið í víðum skilningi.
Tengt efni