Hér má finna upplýsingar við algengum spurningum tengt námi á Menntavísindasviði. Upplýsingar ætlaðar nemendum og starfsmönnum Háskólans eru aðgengilegar í Uglu, innri vef Háskólans. Umsókn um nám - fylgigögn? Upplýsingar um fylgigögn og staða umsóknar má finna hér: Fylgigögn og staða umsóknar | Háskóli Íslands (hi.is) Hvern á ég að setja sem meðmælanda? Heppilegt er að meðmælendur séu núverandi eða fyrrverandi kennarar í háskólanámi eða yfirmenn á vinnustað. Meðmælendur ættu ekki að vera fjölskyldumeðlimir eða nánir vinir umsækjanda. Hvernig á greinagerðin að vera? Skjal sem inniheldur upplýsingar um markmið og áhugasvið umsækjanda og væntingar hans til námsins. Þar þarf m.a. að koma fram hvers vegna umsækjandi hefur valið viðkomandi námsleið og hvernig hann hyggst nýta sér námið. Lengd greinagerðar er mismunandi eftir námsleiðum, nánari upplýsingar má fá hjá viðkomandi deild. Sjá dæmi um sniðmát greinagerða hér Námskeið og kennsla?Hvenær byrjar kennsla? Upplýsingar um kennslu og kennslutímabil má finna í kennslualmanaki HÍ Hægt er að sjá stundatöflu inn í Uglu. Upplýsingar um staðlotur eru að finna í Mikilvægum dagsetningum undir hverri deild: Deild faggreinakennslu: Mikilvægar dagsetningar Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda: Mikilvægar dagsetningar Deild kennslu- og menntunarfræði: Mikilvægar dagsetningar Deild menntunar og margbreytileika: Mikilvægar dagsetningar Hvernig skrái ég mig í námskeið? Þú berð ábyrgð á þínu námi og skráir þig í öll námskeið í Uglu. Ef þú þarft aðstoð við skráningu geturðu haft samband við Nemendaskrá, nemskra@hi.is Í mars á hverju ári verður þú að velja námskeið fyrir næsta skólaár (bæði haust- og vormisseri) ef þú ætlar að halda áfram í núverandi námi. Þú skráir þig með því að smella á borðann sem birtist efst í Uglu Mundu eftir að staðfesta valið með því að smella á „Vista“ neðst á síðunni Í upphafi hvors misseris, til 5. september á haustmisseri og til 21. janúar á vormisseri, getur þú breytt námskeiðaskráningunni í Uglu. Eftir það er ekki hægt að skrá sig í ný námskeið Skráning í námskeið er jafnframt skráning í próf og veitir aðgang að öllum gögnum námskeiðs og því er mikilvægt að skráningin sé alltaf rétt Athugaðu að breytingar á námskeiðaskráningu koma ekki fram í stundatöflu fyrr en eftir þrjá klukkutíma. Nánari upplýsingar um skráningartímabil má sjá í kennslualmanaki. Hvernig skrái ég mig úr námskeiðum? Til að skrá sig úr námskeiði ferðu inn í Ugluna þína og velur "námskeiðin mín". Fyrir aftan hvert námskeið sem þú ert skráð/ur í birtist "úrskrá" sem þú smellir á og þar með ertu skráð/ur úr námskeiðinu. Þetta þarf hins vegar að gera fyrir þá fresti sem settir eru. Sjá nánari dagsetningu á kennslualmanaki HÍ. Ég er ekki viss hvaða námskeið ég á að velja, get ég fengið aðstoð? Kennsluskrifstofa getur veitt ráðgjöf varðandi námskeiðaval, vinsamlega sendið erindi á mvs@hi.is. Einnig er hægt að fá aðstoð náms- og starfsráðgjafa varðandi námsval ásamt annari ráðgjöf og stuðning tengt náminu. Til að panta tíma hjá námsráðgjafa Menntavísindasviðs er hægt að senda póst á mvs@hi.is. Nemendaráðgjöf HÍ Get ég skráð mig í fjarnám? Hægt er að skrá sig í fjarnámi í ákveðnum námskeiðum (þar sem fjarnám er í boði) í uglu undir Uglan mín -> Námskeiðin mín Á Menntavísindasviði er fjölbreytt kennslufyrirkomulag sem felur í sér blöndu af stað- og fjarnámsfyrirkomulagi. Nám og kennsla geta þannig farið fram sem hefðbundið staðnám eða fjarnám með staðbundnum náms- og kennslulotum, rafræn kennsla í rauntíma eða í öðru formi eftir því hvað hentar í hverju námskeiði. Óháð skipulagi námskeiða og kennslufyrirkomulagi er einingafjölda hvers námskeiðs ætlað að endurspegla vinnuframlag nemenda. Sjá nánari upplýsingar um kennslufyrirkomulag hjá Menntavísindasviði Get ég fengið fyrra nám mitt metið? Nemandi á Menntavísindasviði sem hefur áður stundað annað sambærilegt og jafngilt háskólanám getur sótt um mat á fyrra námi. Mat á fyrra námi Mig vantar staðfestingu á skólavist/námsferilsyfirlit o.fl. Ef skila þarf staðfestum gögnum á pappír er hægt að fá stimplað og undirritað vottorð á Þjónustuborðinu Háskólatorgi gegn framvísun skilríkja eða sent í bréfpósti á lögheimili þitt. Stafrænt undirrituð vottorð er hægt að panta með því að senda tölvupóst á haskolatorg@hi.is. Vottorð kostar 350 kr. Vinsamlegast athugaðu að mjög mismunandi er hvaða upplýsingar þurfa að koma fram í vottorðum og því mikilvægt að þú takir skýrt fram hvaða upplýsingar þú þarft. Þjónustuborð Háskólatorgi Ég er nýnemi og er með nokkrar spurningar Hér er hægt að nálgast gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema facebooklinkedintwitter