Verkefnastjórnun við HÍ hlýtur styrk til alþjóðlegra rannsókna
Verkefnastjórnunarstofnunin (e. the Project Management Institute, PMI®), önnur af tveimur stærstu stofnununum á sínu sviði á heimsvísu, hefur ákveðið að veita styrk upp á 50.000 USD (u.þ.b. 6 m.kr.) til rannsókna á netstjórnarháttum: stjórnarháttum verkefna sem eru rekin sameiginlega af neti samtaka eða félaga (e. interorganizational networks for joint projects). Styrkurinn var veittur Ralf Müller, prófessor við BI Norwegian Business School, og teymi hans, en það samanstendur af fjórum rannsakendum, þar á meðal Ingu Minelgaité, dósent við Háskóla Íslands. Inga er umsjónarmaður náms í verkefnastjórnun á meistarastigi við HÍ, auk þess að vera forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um Verkefnastjórnun (e. Institute for Project Management, IPM), hvar Prof. Müller situr í stjórn, en hann þjónar einnig sem ráðgjafi við MS verkefnastjórnunarnámið.
Styrkurinn frá PMI mun gera tveimur meistaranemum við Viðskiptafræðideild HÍ kleift að taka þátt í alþjóðlegum rannsóknum í verkefnastjórnun og skrifa ritgerðir sínar út frá rannsóknarniðurstöðunum.
Rannsóknarteymið mun framkvæma fjölda eigindlegra rannsókna, sem fylgt verður eftir með alþjóðlegum megindlegum könnunum, framkvæmdum til loka ársins 2021. Niðurstöðurnar koma til með að bæta við núverandi skilning á eðli stjórnarhátta í samhengi verkefna reknum af þverum hópi samtaka eða félaga. Niðurstöðurnar munu einnig hjálpa til við hönnun og val stjórnarhátta, þar á meðal viðbragðsáætlana samkvæmt raunstöðu verkefnis á hverjum tíma. Téðir stjórnunarhættir verða einnig aðgreindir í undirþætti og verða áhrif undirþátta á frammistöðu magngreind, sem aftur gerir kleifa fínstillingu í stýringu slíkra verkefna og þar með hámörkun frammistöðu netstjórnarhátta.