Markmið |
Aðgerðir |
Ábyrgir |
Tímarammi/hvenær Var markmiði náð? |
---|---|---|---|
1. Fræðsla. Að Háskólasamfélagið sé upplýst um Grænfánaverkefnið og loftslagskrísuna. |
a. Loftslagsyfirlýsing SHÍ- yfirlýsing um neyðarástand. |
a. SHÍ |
a. Loftslagsyfirlýsing SHÍ er þegar komin út. |
2. Loftslagsvænni matur. Meira grænkerafæði og minni matarsóun. |
a. Það á að vera auðvelt að vera vegan í HÍ. Samtal og samráð hafið við FS. |
a. FS, Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ og verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála. |
a. Úrvalið orðið margfalt betra en var. |
3. Mótvægisaðgerðir. Táknrænar aðgerðir sem hafa þó vissulega einhver jákvæð áhrif. |
a. Fataskiptimarkaður. |
a. Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ í samstarfi við Landvernd og fl. |
a. Þegar er búið að halda fataskiptimarkað. |
4. Samgöngur. Meira af hjólreiðum að svæðinu og samdráttur í flugi |
a. Bæta stíga og aðgengi hjólreiðamanna (með fókus á stíga við Öskju). |
a. Garðyrkjudeild HÍ og verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála. b. SHÍ og Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ |
a. Aðgengi hjólreiðarmanna að HÍ og þá sérstaklega Öskju hefur batnað. Má þar nefna bætur á stíg við Vísindagarða, auka tengingu milli Njarðargötu yfir á malbikaða stíginn við Öskju, vinnu í að bæta lýsingu á þessum stígum og uppsetningu á fleiri hjólabogum í stað gjarðarbana. b. SHÍ hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að draga úr flugi starfsmanna, meðal annars með því að deila ákvörðunartréi fyrir flug á sínum miðlum og með því að setja þrýsting á yfirvöld HÍ um þessi mál í gegnum aðgerðaráætlun sem var samþykkt í Stúdentaráði 24. febrúar 2020. Auk þess hefur verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála hvatt til þess að flugmálin verði skoðuð með loftslagsbreytingar í huga af yfirstjórn, og stendur sú vinna yfir hjá forseta félagsvísindasviðs og aðstoðarrektor vísinda. |