Ábyrg neysla og framleiðsla Tryggja sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur 12.1 Hrundið verði í framkvæmd tíu ára rammaáætlunum um sjálfbæra neyslu og framleiðslu þar sem öll lönd, með hátekjuríkin í fararbroddi, grípa til aðgerða. Tekið verði tillit til þróunar og getu þróunarlandanna. 12.2 Eigi síðar en árið 2030 verði markmiðum um sjálfbæra og skilvirka nýtingu náttúruauðlinda náð. 12.3 Eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming á hvern einstakling um heim allan. Nýting í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum verði bætt, þ.m.t. við uppskeru. 12.4 Eigi síðar en árið 2020 verði meðferð efna og efnablandna umhverfisvænni á öllum stigum, sem og meðhöndlun úrgangs með slíkum spilliefnum, í samræmi við alþjóðlegar rammaáætlanir sem samþykktar hafa verið. Dregið verði verulega úr losun efna og efnablandna út í andrúmsloftið, vatn og jarðveg í því skyni að lágmarka skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið. 12.5 Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun. 12.6 Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki, verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni í skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum. 12.7 Stuðlað verði að sjálfbæru verklagi við opinber innkaup í samræmi við innlenda stefnu og forgangsröðun. 12.8 Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að fólk um allan heim sé upplýst og meðvitað um sjálfbæra þróun og hvernig það getur lifað í sátt við náttúruna. Vísindamenn tengdir markmiðinu Ásdís Ósk JóelsdóttirLektor5255357aoj [hjá] hi.is Ásta Dís ÓladóttirPrófessor5255466astadis [hjá] hi.is Auður PálsdóttirDósent5255332audurp [hjá] hi.is Björn MargeirssonAðjunkt8984901bjornm [hjá] hi.is Brynhildur DavíðsdóttirPrófessor5255233bdavids [hjá] hi.is Egill SkúlasonPrófessor5254684egillsk [hjá] hi.is Guðmundur JónssonPrófessor5254208gudmjons [hjá] hi.is Gunnar Þór JóhannessonPrófessor5254055gtj [hjá] hi.is Jónína EinarsdóttirPrófessor emerita5254508je [hjá] hi.is Jukka Taneli HeinonenPrófessor5254637heinonen [hjá] hi.is Kristín NorðdahlDósent5255522knord [hjá] hi.is Kristín Vala RagnarsdóttirPrófessor emerita5255886vala [hjá] hi.is Lára JóhannsdóttirPrófessor5255995laraj [hjá] hi.is Michael DalFyrrverandi dósent5255538michael [hjá] hi.is Ragna Benedikta GarðarsdóttirPrófessor5254178rbg [hjá] hi.is Þröstur ÞorsteinssonPrófessor5254940thorstur [hjá] hi.is Þróunarlönd 12.A Þróunarlönd fái stuðning til þess að auka vísinda- og tækniþekkingu í því skyni að þoka neyslu og framleiðslu í átt til aukinnar sjálfbærni. 12.B Þróuð verði tæki til þess að fylgjast með áhrifum sjálfbærrar þróunar á ferðaþjónustu sem leiðir af sér störf og ýtir undir staðbundna menningu og framleiðslu. 12.C Óhagkvæmar niðurgreiðslur vegna jarðefnaeldsneytis, sem ýta undir sóun, verði færðar til betri vegar með því að aflétta markaðshömlum, í samræmi við innlendar aðstæður, meðal annars með því að endurskipuleggja skattlagningu og leggja niðurgreiðslur niður í áföngum í ljósi skaðlegra umhverfislegra áhrifa. Tekið verði fullt tillit til sérþarfa og aðstæðna þróunarlanda og haldið í skefjum aðgerðum sem gætu haft skaðleg áhrif á þróun fátækra samfélaga. Tengt efni Háskólinn og heimsmarkmiðin facebooklinkedintwitter