Áætlun um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs Háskóli Íslands er fjölskylduvænn vinnustaður sem vill stuðla að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs starfsfólks, óháð fjölskylduaðstæðum þess og styðja það við að sinna fjölskylduábyrgð samhliða krefjandi störfum. Í því skyni hefur Háskóli Íslands sett sér neðangreind markmið og aðgerðir til þess að koma þeim til framkvæmda. Show Markmið 1 - Jafnvægi fjölskylduábyrgðar og vinnu Að skapa starfsfólki skilyrði til þess að ná jafnvægi milli fjölskylduábyrgðar og atvinnu og gera því kleift að samræma þær skyldur sem fylgja starfinu annars vegar og fjölskyldu hins vegar. Show Aðgerð 1.1 Háskóli Íslands leitast við að skipulag starfa og mönnun í starfseiningum sé með þeim hætti að starfsfólk nái að sinna verkefnum með hóflegu vinnuálagi og að afleysingar séu tryggðar í leyfum. Ábyrgð: Stjórnendur starfseininga og starfsmannasvið.Verklok: Viðvarandi. Kynnt í stjórnendaþjálfun. Show Aðgerð 1.2 Skoðaðir verði kostir og gallar þess að fyrsta kennslustund dagsins við Háskóla Íslands hefjist síðar en nú. Ábyrgð: Kennslusvið og Framkvæmda- og tæknisviðVerklok: Haustmisseri 2019 Show Aðgerð 1.3 Stefnt verði að því að starfsemi háskólans (s.s. skipulag funda, stundataflna og prófa) sé að öllu jöfnu ekki skipulögð eftir kl.16 með hliðsjón af samþættingu starfs- og fjölskylduábyrgðar starfsfólks. Ábyrgð: Rektor, kennslusvið og starfsmannasvið.Verklok: Vormisseri 2019 / Viðvarandi. Show Aðgerð 1.4 Háskóli Íslands taki tillit til vetrarleyfis grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þegar skólastarf (dagatal) háskólans er skipulagt þannig að stærri viðburðir á vegum skólans lendi ekki á sama tíma og vetrarleyfið. Jafnframt verði börnum starfsfólks sem eru á grunnskólaaldri boðið upp á skipulagða dagskrá einhvern hluta af vetrarfríum grunnskóla á vor- og haustmisseri m.a. í samvinnu við Vísindasmiðjuna. Ábyrgð: Starfsmannasvið og markaðs- og samskiptasvið.Verklok: Viðvarandi. 1 x á misseri. Show Aðgerð 1.5 Í stjórnendaþjálfun verði lögð áhersla á það lykilhlutverk stjórnenda að skapa fjölskylduvæna vinnumenningu. Ábyrgð: Starfsmannasvið.Verklok: Haustmisseri 2019. Show Markmið 2 - Sveigjanlegur vinnutími Að gefa starfsfólki kost á sveigjanlegum vinnutíma og starfsskyldum vegna fjölskylduábyrgðar. Show Aðgerð 2.1 Starfsfólki skal gefinn kostur á sveigjanlegum vinnutíma og starfsskyldum vegna fjölskylduábyrgðar. Sérstaklega skal hugað að því að finna sveigjanleika fyrir starfsfólk sem er í störfum sem kallar á fasta viðveru. Það verði m.a. gert með því að endurskoða starfsskyldur og kanna möguleika á breyttum vinnutíma. Ábyrgð: Starfsmannasvið og stjórnendur.Verklok: Viðvarandi. Show Aðgerð 2.2 Akademískir starfsmenn sem hafa verið í fæðingarorlofi í að minnsta kosti 3 mánuði eiga kost á lækkun kennsluskyldu er þeir koma aftur til starfa. Afslátturinn er að lágmarki ¼ úr árlegri kennsluskyldu viðkomandi og að hámarki ½ af árlegri kennsluskyldu ef viðkomandi er 6 mánuði eða lengur í fæðingarorlofi. Ábyrgð: Fræðasviðsforsetar.Verklok: Viðvarandi. Show Aðgerð 2.3 Starfsfólk er hvatt til að senda og svara einungis tölvupósti á dagvinnutíma, nema sérstök nauðsyn beri til. Ábyrgð: Rektor og starfsmannasvið.Verklok: Vormisseri 2019. Viðvarandi. Show Markmið 3 - Fjölskylduábyrgð Að viðurkenna fjölskylduábyrgð starfsfólks gagnvart nánustu aðstandendum sem þarfnast stuðnings og umönnunar svo sem vegna veikinda og/eða öldrunar. Show Aðgerð 3.1 Heimilt verði að veita starfsfólki ákveðinn sveigjanleika vegna nánustu aðstandenda sem þarfnast stuðnings og umönnunar svo sem vegna veikinda eða öldrunar. Lagt er til að sérstaklega verði skoðað hvort setja ætti slík réttindi inn í kjarasamninga s.s. að setja inn sambærileg réttindi og vegna veikinda barna. Ábyrgð: Samráðsnefnd um kjaramál og starfsmannasvið.Verklok: Haustmisseri 2019. Show Markmið 4 - Fjölskyldur starfsfólks Að styrkja tengsl við fjölskyldur starfsfólks. Show Aðgerð 4.1 Háskóli Íslands skipuleggi viðburði fyrir afkomendur starfsfólks skólans á barnsaldri þar sem vakin sé forvitni og áhugi þeirra á starfi foreldra sinna eða afa og ömmu, starfsemi skólans og vísindastarfi. Þetta verði m.a. gert með því að skipuleggja „Börnin í vinnuna“, fjölskyldudag Háskóla Íslands, og fjölskylduferðir í samvinnu við ýmsa aðila. Ábyrgð: Starfsmannasvið, markaðs- og samskiptasvið, mannauðsstjórar fræðasviða og kynningar- og viðburðastjórar fræðasviða.Verklok: Vormisseri 2020 / Viðvarandi. Show Aðgerð 4.2 Þegar félagslegir viðburðir á vegum skólans eru skipulagðir sé ávallt gert ráð fyrir því að makar starfsfólks séu velkomnir. Ábyrgð: Rektor, Starfsmannasvið og fræðasvið.Verklok: Viðvarandi. facebooklinkedintwitter