Skip to main content

Umsóknarferlið - Grunnnám

  • Fyrra umsóknartímabilið fyrir grunnnám, HAUST, er vegna náms sem hefst á haustmisseri, með umsóknarfresti til 5. júní ár hvert
  • Seinna umsóknartímabilið grunnnám, VOR, er vegna náms sem hefst á vormisseri, með umsóknarfresti til 30. nóvember
  •  1 

    Inntökuskilyrði

    Stúdentspróf eða annað sambærilegt próf frá erlendum skóla. Sjá nánar um inntökuskilyrði í grunnnám

    Í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði þurfa nemendur að taka aðgangspróf fyrir háskólastig A-próf. Umsóknarfrestur í inntökuprófið er til og með 20. maí. Þátttökugjald er 20.000 krónur.

    Við skráningu í prófið þarf að heimila HÍ að sækja afrit af stúdentsprófsskírteini í gegnum Innu. Ef heimild er ekki veitt á umsóknareyðublaðinu þá þarf að skila Nemendaskrá HÍ staðfestingu á stúdentsprófi fyrir 20. maí.

  •  2 

    Sótt um 

    Sótt er um skólavist í gegnum umsóknargátt.

    Opið er fyrir umsóknir frá:

    • byrjun mars til og með 5. júní vegna haustmisseris
    • 15. september til 30. nóvember vegna vormisseris (takmarkað námsval)

    Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum.

    Ef sótt er um nám oftar en einu sinni gildir einungis nýjasta umsóknin.

  •  3 

    Stúdentsprófsskírteini

    Stúdentsprófsskírteini þurfa að fylgja öllum umsóknum um grunnnám. 

    Umsækjendur geta gefið HÍ heimild til að sækja skírteini í gegnum Innu (þar sem það er hægt). Ef sá möguleiki kemur ekki upp í umsókn þá þarf að skila staðfestu afriti af stúdentsprófi á pappír (með undirritun og stimpli í lit frá skóla) til Nemendaskrár, 3.hæð Háskólatorgs eða á Þjónustuborði Háskólatorgs.

    Hægt er að koma með frumrit og biðja starfsfólk um að ljósrita það og staðfesta gegn 350 kr. gjaldi.

    Ekki er hægt að veita heimild fyrir rafrænum skilum í Innu eftir að umsókn hefur verið send. 

    Síðasti skiladagur stúdentsprófsskírteinis er 12. júní. 

  •  4 

    Undanþága frá stúdentsprófi

  •  5 

    Fylgjast með stöðu umsóknar

    Þú getur séð stöðu umsóknar undir flipanum „Yfirlit umsókna“ á umsóknarsíðu þinni. Þú ferð inn á síðuna með því að skrá þig inn með rafrænni auðkenningu, island.is eða með netfanginu þínu og lykilorði sem þú bjóst til þegar þú skráðir þig inn í umsóknagátt Háskóla Íslands.

    Ef innskráning tekst ekki er hægt að senda tölvupóst á umsokn@hi.is. eða haskolatorg@hi.is og óska eftir aðstoð.

    Fylgjast með stöðu umsóknar í umsóknagáttinni.

  •  6 

    Skrásetningargjald

    Árlegt skrásetningargjald er 75.000 kr. (55.000 kr. ef sótt er um innritun á vormisseri).

    Sé umsókn samþykkt birtist rafrænn reikningur fyrir skrásetningargjaldi í heimabanka umsækjanda. 

    Reikninginn þarf að greiða í síðasta lagi:

    • 4. júlí vegna skráningar fyrir heilt skólaár
    • 6. janúar vegna skráningar á vormisseri

    Ef greiðsluseðillinn birtist ekki í heimabankanum þínum getur þú sent fyrirspurn til Nemendaskrár á netfangið nemskra@hi.is

    Skrásetning til náms við HÍ tekur gildi þegar skrásetningargjaldið er greitt. Gjaldið er ekki endurgreitt. 

    Nánar um skrásetningargjöld

  •  7 

    Búin/n að borga skrásetningu, hvað svo?

    Um leið og þú hefur greitt skrásetningargjaldið getur þú sótt notandanafn og lykilorð. Það gerirðu með því að skrá þig inn með rafrænni auðkenningu, island.is eða nota netfangið þitt og lykilorðið sem þú bjóst til þegar þú skráðir þig inn í umsóknagátt HÍ.

    Undir flipanum „Yfirlit umsókna“ er hægt úthluta sér notandanafni og lykilorði.

    Ugla hefur vefslóðina ugla.hi.is.

    Sækja notendanafn og lykilorð

  •  8 

    Hver er þessi Ugla?

    Ugla er innri vefur HÍ. Í Uglunni nálgast þú allar upplýsingar um námið þitt og námsframvindu. Þú getur haft samskipti við kennara, svið og deildir. Þú getur séð kennsluskrá, stundatöfluna, námsferil, námskeið og einkunnir. 

    Í Uglunni eru líka upplýsingar um þjónustu, tilkynningar og fræðslu. Þar er að finna smáauglýsingar, kerfi og verkfæri sem þú getur nýtt og margt fleira. 

    Hér færð þú upplýsingar um kerfi og forrit sem þú getur fengið aðgang að þegar aðgangur þinn í Uglu hefur verið virkjaður. 

Gagnlegir tenglar