Skip to main content
11. apríl 2019

Félagsvísindasvið stígur Grænu skrefin

Skrifstofa Félagsvísindasviðs hlaut í dag viðurkenningu frá Umhverfisstofnun fyrir fyrsta Græna skrefið sem sviðið stígur. Daði Már Kristófersson forseti Félagsvísindasviðs tók við henni fyrir hönd skrifstofunnar úr hendi Hólmfríðar Þorsteinsdóttur frá Umhverfisstofnun. Einnig tók Aðalbjörg Lúthersdóttir, rekstrarstjóri sviðsins, við plöntu frá Þorbjörgu Söndru Bakke, verkefnastjóra sjálfbærni- og umhverfismála Háskóla Íslands, sem er táknræn gjöf í tilefni dagsins.

Háskóli Íslands hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri og hefur markvisst verið unnið að því innan skólans að auka sjálfbærni í rekstri og vekja starfsfólk og nemendur til vitundar um umhverfismál.

Með þessari viðurkenningu stígur Félagsvísindasvið ekki bara fyrsta Græna skref heldur er það fyrsta fræðasviðið innan Háskóla Íslands til að hljóta þessa viðurkenningu.
 

Á myndinni eru Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Aðalbjörg Lúthersdóttir og Daði Már Kristófersson.