Málstofa um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu
Lagastofnun Háskóla Íslands efnir til málstofu miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 12:00 í Öskju, Háskóla Íslands, stofu N-132, í tilefni af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars.
Í dóminum var komist að þeirri niðurstöðu að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki samræmst kröfum 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um að skipan dómstóls skuli ákveðin með lögum. Á málstofunni munu framsögumenn ræða efni dómsins og eftirmála hans hér á landi.
Framsögumenn: Davíð Þór Björgvinsson dómari í Landsrétti, Björg Thorarensen prófessor, Trausti Fannar Valsson dósent, Kristín Benediktsdóttir dósent og Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður dómarafélagsins.
Fundarstjóri: Friðrik Árni Friðriksson Hirst, doktorsnemi og framkvæmdastjóri Lagastofnunar.