12. nóvember 2018
Fyrsti fundur í fundaröð um eflingu tjáningarfrelsis
Miðvikudaginn 7. nóvember síðastliðinn var haldinn fyrstu fundur í fundaröð um tjáningarfrelsið undir fyrirsögninni: Hvernig eflum við best tjáningarfrelsið?. Fundaröðin er haldin af Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Orator, félag laganema, og ELSA á Íslandi.
Vel var mætt á fyrsta fundinn þar sem Eiríkur Jónsson, Hulda María Stefánsdóttir og Davíð Þór Björgvinsson fluttu framsögur um ærumeiðingar og hatursorðræðu. Líflegar umræður sköpuðust og gestir nutu hádegisverðar. Minnt er á næsta fundinn í fundaröðinni á miðvikudaginn 14. nóvember, þar sem Hörður Helgi Helgason og Sigríður Rut Júlíusdóttir ræða um ábyrgð hýsingaraðila, gagnageymd fjarskiptafyrirtækja og lögbann sem tæki til takmörkunar á tjáningu.