Fundaröð um tjáningarfrelsi – 2. Ábyrgð hýsingaraðila, gagnageymd og lögbann á tjáningu.
Lögberg
101
Ábyrgð hýsingaraðila, gagnageymd fjarskiptafyrirtækja og lögbann sem tæki til takmörkunar á tjáningu er annar fundurinn af þremur í fundaröðinni Hvernig eflum við best tjáningarfrelsi?
Í tilefni af starfi nefndar forsætisáðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla og upplýsingafrelsis, sem nýlega skilaði af sér fimm lagafrumvörpum á þessu sviði og hefur frekari frumvörp í vinnslu, boða Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Orator, félag laganema, og ELSA á Íslandi til fundaraðar um efni frumvarpanna og það hvernig tjáningarfrelsi verði best eflt á Íslandi. Fundirnir verða í hádeginu þrjá miðvikudaga í röð, frá 7.– 21.nóvember.
Ábyrgð hýsingaraðila og gagnageymd fjarskiptafyrirtækja. Fyrirlesari: Hörður Helgi Helgason, lögmaður
Lögbann sem tæki til takmörkunar á tjáningu. Fyrirlesari: Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður
Stjórnandi: Fjölnir Daði Georgsson, funda- og menningarmálastjóri Orator.
Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður. Hörður Helgi Helgason, lögmaður.