Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og stjórnandi hjá Google, fjallaði um framtíð Íslands og mikilvægi nýsköpunar fyrir atvinnulíf og íslenskt samfélag í erindi í Hátíðasal Háskóla Íslands föstudaginn 2. nóvember. Guðmundur ræddi m.a. hvernig háskólar sá fræjum fyrir atvinnulífið með grunnrannsóknum sínum en erindi hans var hluti af nýrri fundaröð Háskóla Íslands sem ber heitið „Nýsköpun – hagnýtum hugvitið.“ MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig skal skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.