Alþjóðadagar náðu hápunkti með sérstöku Alþjóðatorgi á Háskólatorgi fimmtudaginn 25. október kl. 11.30-13.30. Þar gafst nemendum kostur á að kynna sér skiptinám, starfsþjálfun og sumarnám, auk náms á eigin vegum. Fyrrverandi og núverandi skiptinemar, fulltrúar frá sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum voru til viðtals á torginu og boðið var upp á tónlist, dans og alþjóðlegt matar- og drykkjasmakk. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig skal skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.