Um 100 manns tóku þátt í Háskólahlaupinu 2018 í björtu en köldu veðri fimmtudaginn 20. september. Hlaupið var opið bæði stúdentum og starfsmönnum og gátu þátttakendur valið milli tveggja vegalengda, 3 km og 7 km. Þriggja kílómetra hlaupaleiðin lá m.a. með fram Suðurgötu, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri en sjö kílómetra leiðin í kringum Reykjavíkurflugvöll. Á lengri leiðinni var boðið upp á tímatöku.
Myndir/Kristinn Ingvarsson og Jón Örn Guðbjartsson