Verkefnastjórnunarfélag Íslands og Viðskiptafræðideild í samstarf
![](https://hi.is/sites/default/files/styles/efsta_mynd___fr_ttum/public/stjori/bakgrunnsmyndir/KRI_adalbygging_170410_002cc.jpg?itok=q36_AAnk)
Nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun fá aðild að Verkefnastjórnunarfélag Íslands
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Verkefnastjórnunarfélag Íslands undirrituðu í gær samning þess efnis að nemendur sem stunda meistaranám í verkefnastjórnun við deildina munu allir eiga þess kost á að vera meðlimir í félaginu og geta sótt viðburði á þeirra vegum. Að sögn Ingu Minelgaité, lektors og umsjónarmanns meistaranáms í verkefnastjórnun, skapar þetta tækifæri fyrir nemendur til þess að tengjast við atvinnulífið og þróa sitt tengslanet á sviði verkefnastjórnunar. Einnig munu leiðbeinendur geta tilnefnt meistararitgerð til félagsins sem veitir viðurkenningu fyrir bestu ritgerðina í verkefnastjórnun, verðlaunin eru veitt á hverju ári.
Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF) var stofnað 23. maí 1984 í því markmiði að leiða þróun og eflingu verkefnastjórnunar á Íslandi. Tilgangur félagsins er að kynna aðferðir verkefnastjórnunar og efla verkefnastjórnun á sem flestum sviðum atvinnulífsins.
Theodór Ottósson, framkvæmdastjóri félagsins, undirritaði samninginn ásamt Ingu Minelgaité og Inga Rúnari Eðvarðssyni, deildarforseta Viðskiptafræðideildar.