Félag stjórnmálafræðinga veitti verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði
Félag stjórnmálafræðinga veitti þann 15. júní síðastliðinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði sem var skilað árið 2017.
Veitt voru ein verðlaun fyrir BA-ritgerð og ein fyrir meistararitgerð. Báðar ritgerðir fjalla um áhugavert efni á vettvangi alþjóðastjórnmálafræða, önnur um samskipti Kína og Norður-Kóreu (BA) og hin um mansal í Suður-Ameríku (MA).
Ívar Vincent Smárason hlaut verðlaun fyrir BA-ritgerð sína „Kína á krossgötum: Hvað útskýrir breytta hegðun Kína gagnvart Norður-Kóreu“. Leiðbeinandi Ívars var Silja Bára Ómarsdóttir. Fjóla Dögg Hjaltadóttir hlaut verðlaun fyrir MA-ritgerð sína „Human Trafficking in Latin America – Two applicable measures to reduce the demand“. Leiðbeinandi var Hólmfríður Garðarsdóttir.
Í dómnefnd fyrir vali á framúrskarandi BA-ritgerð voru Agnar Freyr Helgason, G. Rósa Eyvindardóttir, Grétar Þór Eyþórsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Í dómnefnd fyrir vali á framúrskarandi meistararitgerð voru Bjarni Bragi Kjartansson, Eva Marín Hlynsdóttir og Hafsteinn Einarsson.