6/2018
HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR
Ár 2018, fimmtudaginn 7. júní var haldinn fundur í háskólaráði sem hófst kl. 13.
Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Erna Hauksdóttir, Eydís Blöndal (varamaður fyrir Þengil Björnsson), Ingibjörg Gunnarsdóttir (varamaður fyrir Guðrúnu Geirsdóttur), Stefán Hrafn Jónsson, Svanhildur Konráðsdóttir (varamaður fyrir Rögnu Árnadóttur), Tómas Þorvaldsson og Tryggvi Másson (varamaður fyrir Rögnu Sigurðardóttur). Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð og Þórður Kristinsson.
1. Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að engin athugasemd hefði borist við fundargerð síðasta fundar og hefði hún því skoðast samþykkt og verið birt á háskólavefnum. Þá spurði rektor hvort einhver gerði athugasemd við dagskrá fundarins og var svo ekki. Jafnframt spurði rektor hvort einhver teldi sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og var svo ekki. Ekki voru gerðar athugasemdir við liðinn „bókfærð mál“ að öðru leyti og skoðast hann því samþykktur.
2. Fjármál Háskóla Íslands. Staða, horfur, áætlun.
a) Ársreikningur Háskóla Íslands 2017.
Inn á fundinn komu Jenný Bára Jensdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægrar stjórnsýslu. Gerði Jenný grein fyrir drögum að ársreikningi Háskóla Íslands fyrir árið 2017.
– Jenný Báru Jensdóttur falið að fylgja því eftir að lokið verði við gerð ársreiknings Háskóla Íslands 2017 í samræmi við áherslur skólans, s.s. varðandi eignfærslu nýbygginga og meiriháttar endurbóta. Rektor falið að undirrita ársreikning Háskóla Íslands 2017 fyrir hönd Háskólans.
Guðmundur og Jenný Bára viku af fundi.
3. Innleiðing Stefnu Háskóla Íslands 2016-2021, sbr. starfsáætlun háskólaráðs. Staða mála.
Inn á fundinn kom Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar og gerði grein fyrir stöðu innleiðingar Stefnu Háskóla Íslands 2016-2021 og áætlun fyrir næsta háskólaár. Málið var rætt og svaraði Steinunn spurningum fulltrúa í háskólaráði. Lýstu ráðsmenn ánægju með framkvæmd og stöðu innleiðingarinnar.
4. Starfsáætlun háskólaráðs 2017-2018, sbr. fund ráðsins 5. október sl. Yfirlit um stöðu mála.
Fyrir fundinum lá ítarlegt yfirlit um framkvæmd starfsáætlunar háskólaráðs 2017-2018. Rektor gerði grein fyrir málinu og var það rætt.
Steinunn vék af fundi.
5. Álit nefndar um störf háskólaráðs, sbr. 10. gr. starfsreglna ráðsins.
Eiríkur Rögnvaldsson, varaforseti háskólaráðs og formaður nefndar ráðsins um störf þess á liðnu starfsári, gerði grein fyrir áliti nefndarinnar, en hlutverk hennar er að rýna vinnubrögð ráðsins og leggja eftir atvikum til umbætur á starfsháttum þess. Nefndin gerir ekki athugasemdir við undirbúning og framkvæmd funda háskólaráðs.
– Samþykkt.
6. Skipulag háskólasvæðisins.
Inn á fundinn komu Hrund Ólöf Andradóttir, formaður skipulagsnefndar háskólasvæðisins, Sigríður Sigurðardóttir, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs og Steinunn Gestsdóttir.
a) Minnisblað frá skipulagsnefnd háskólasvæðisins.
Hrund gerði grein fyrir framlögðu minnisblaði um störf nýrrar skipulagsnefndar háskólasvæðisins. Málið var rætt og svöruðu Hrund og rektor fyrirspurnum. Lýstu ráðsmenn ánægju með störf nefndarinnar og áherslur hennar fyrir starfsárið 2018-2019.
Ingibjörg Gunnarsdóttir vék af fundi.
b) Málefni stúdentagarða, sbr. fund ráðsins 1. febrúar sl. Minnisblað um stöðu mála.
Sigríður gerði grein fyrir framlögðu minnisblaði um málefni stúdentagarða á háskólasvæðinu, sbr. meðal annars bókun háskólaráðs 1. febrúar sl. og samkomulag Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta um uppbyggingu stúdentagarða á skipulagssvæði Háskóla Íslands, dags. 6. febrúar sl. Málið var rætt og svöruðu Sigríður og rektor spurningum fulltrúa í háskólaráði.
– Framkvæmda- og tæknisviði falið að vinna áfram að málinu, m.a. í samráði við skipulagsnefnd háskólasvæðisins.
Steinunn vék af fundi.
c) Tillögur samstarfshóps Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Landspítala um bættar samgöngur í Vatnsmýrinni.
Inn á fundinn komu Þorsteinn Rúnar Hermannsson, samgöngustjóri og Lilja Sigurbjörg Harðardóttir, sérfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og gerði Þorsteinn Rúnar grein fyrir tillögum samstarfshóps Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Landspítala um bættar samgöngur í Vatnsmýrinni. Málið var rætt og svaraði Þorsteinn Rúnar spurningum ráðsmanna.
Hrund, Sigríður, Þorsteinn Rúnar og Lilja Sigurbjörg viku af fundi.
– Framkvæmda- og tæknisviði falið að vinna áfram að málinu í samráði við skipulagsnefnd háskólasvæðisins.
7. Innri endurskoðun. Tillaga eftirfylgninefndar ábendinga og tillagna innri endurskoðanda um fjármálastjórn fræðasviða, sbr. fund ráðsins 14. desember sl.
Guðmundur R. Jónsson kom inn á fundinn og gerði grein fyrir starfi eftirfylgninefndar ábendinga og tillagna innri endurskoðanda varðandi fjármálastjórn fræðasviða Háskólans. Málið var rætt og svaraði Guðmundur spurningum og athugasemdum.
– Rektor falið að fylgja eftir tillögum eftirfylgninefndar.
Guðmundur vék af fundi.
8. Innri endurskoðun: Umgjörð meistaranáms.
Inn á fundinn komu Ingunn Ólafsdóttir, innri endurskoðandi Háskóla Íslands og Steinunn Gestsdóttir. Ingunn gerði grein fyrir framlagðri skýrslu um umgjörð meistaranáms við Háskóla Íslands. Málið var rætt og svaraði Ingunn spurningum ráðsmanna.
– Samþykkt að fela eftirfylgninefnd að fara yfir ábendingar skýrslunnar. Ráðgert er að tillögur nefndarinnar verði lagðar fyrir nýtt háskólaráð haustið 2018.
Ingunn og Steinunn viku af fundi.
9. Bókfærð mál.
a) Mannaflaáætlun Háskóla Íslands. Málsmeðferð.
– Samþykkt.
b) Breytt skipulagsskrá Menningar- og framfarasjóðs Ludvigs Storr.
– Samþykkt.
c) Skipan gæðanefndar háskólaráðs.
– Samþykkt. Gæðanefnd verður þannig skipuð frá 1. júlí 2018 til 30. júní 2020: Jón Ólafsson, prófessor við Mála- og menningardeild, formaður, Elsa Eiríksdóttir, lektor við Kennaradeild, Guðmundur Valur Oddsson, dósent við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor við Íslensku- og menningardeild, Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor við Lyfjafræðideild, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild, NN, fulltrúi stúdenta. Rektor falið að ganga frá skipun nefndarinnar.
d) Formaður stjórnar Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands.
– Samþykkt. Formaður stjórnar Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands frá 1. júlí nk. verður Lárus Thorlacius, prófessor við Raunvísindadeild.
e) Gæðastefna og gæðakerfi Háskóla Íslands, sbr. háskólaþing 13. apríl sl.
– Samþykkt.
f) Skjalastefna Háskóla Íslands.
– Samþykkt.
g) Tillaga kennslusviðs að breytingu á 1. mgr. 57. gr. reglna Háskóla Íslands nr. 569/2009 vegna frests til úrsagnar úr prófi við tilteknar aðstæður.
– Samþykkt.
h) Stjórn Listasafns Háskóla Íslands.
– Samþykkt. Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, kemur inn í stjórnina í stað Kristjáns Steingríms Jónssonar sem beðist hefur lausnar.
10. Mál til fróðleiks.
a) Nýr forseti Menntavísindasviðs frá 1. júlí 2018.
b) Yfirlýsing menntamálaráðherra aðildarríkja Bolognaferlisins á fundi þeirra í París 24.-25. maí sl.
c) Vinna stýrihóps rektors um innleiðingu nýrra reglna ESB um persónuvernd á vettvangi Háskóla Íslands, sbr. fund ráðsins 11. janúar sl. Minnisblað um stöðu mála.
d) Aurora netið. Minnisblað.
e) Bréf rektors og þjóðminjavarðar til mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 30. apríl sl.
f) Ársreikningur RHnets hf.
g) Ársreikningur Happdrættis Háskóla Íslands.
h) Ársreikningur Keilis ehf.
i) Úthlutun doktorsstyrkja 2018.
j) Skipan sjálfbærni- og umhverfisnefndar Háskóla Íslands.
k) Fréttabréf Heilbrigðisvísindasviðs, maí 2018.
l) Drög að dagatali Háskóla Íslands fyrir starfsárið 2018-2019.
m) Greinargerð um störf málnefndar Háskóla Íslands.
n) Fyrirhuguð Evrópsk málstöð um gervigreind og vélrænt nám.
o) Daði Már Kristófersson endurráðinn forseti Félagsvísindasviðs.
Í lok dagskrár færði rektor fulltrúum í háskólaráði kærar þakkir fyrir frábær störf í þágu Háskóla Íslands, en skipunartími ráðsins rennur út 30. júní nk.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 16.00.