Með fróðleik í fararnesti - Fjöruferð í Gróttu
Grótta á Seltjarnarnesi
Hildur Magnúsdóttir, doktorsnemi við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, leiðir göngu um Gróttu á laugardaginn kemur, þann 28. apríl.
Varptíminn er í nánd og þetta eru í raun síðustu forvöð að fara í Gróttu þetta vorið því svæðið er lokað fyrir mannaumferð frá 1. maí fram í miðjan júlí. Mæting er kl. 10:30 á bílastæðinu við Gróttu á Seltjarnarnesi.
Hildur mun segja göngufólki frá lífverum sjávarins og fjörunnar og í vændum er því frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. „Í Gróttu er brimasöm klettafjara sem býður upp á fjölbreytilegt dýra-, fugla- og plöntulíf. Við erum svo heppin að vera að fara í þessa ferð á stórstraumsfjöru og þá er enn meiri fjölbreytileiki sem kemur í ljós,“ segir Hildur.
Ferðin er í röðinni „Með fróðleik í fararnesti“ sem hófst á aldarafmæli Háskólans árið 2011 en hefur verið haldið áfram með fullum þrótti æ síðan vegna vaxandi vinsælda. Um er að ræða samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands og er áherslan á að uppfræða börn og ungmenni í þessum gönguferðum. Ferðafélag barnanna, sproti innan FÍ, sér um framkvæmd göngunnar með Háskóla Íslands.
Hér má nálgast fróðleik um sögu Gróttu sem er sannkölluð náttúruperla í návígi við borgina.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
Gangan í Gróttu er í röðinni „Með fróðleik í fararnesti“ sem hófst á aldarafmæli Háskólans árið 2011 en hefur verið haldið áfram með fullum þrótti æ síðan vegna vaxandi vinsælda. Um er að ræða samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands og er áherslan á að uppfræða börn og ungmenni í þessum gönguferðum. Ferðafélag barnanna, sproti innan FÍ, sér um framkvæmd göngunnar með Háskóla Íslands.