4. mars 2018
Þakkað fyrir vel unnin störf
Hildur Bjarnadóttir verkefnastjóri á skrifstofu Viðskiptafræðideildar og Hagfræðideildar lét af störfum 1. mars sl.
Hildur hóf störf hjá Viðskiptadeild 1987, en árið 1988 var nafni deildarinnar breytt í Viðskipta- og hagfræðideild og hét það allt til ársins 2008 er Hagfræðideild varð sjálfstæð deild og starfaði Hildur frá þeim tíma fyrir Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild.
Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild héldu Hildi kveðjusamsæti í kaffistofunni í Odda, þriðjudaginn 27. febrúar á síðasta starfsdegi Hildar. Við það tækifæri færðu deildarforsetar Viðskiptafræðideildar og Hagfræðideildar henni þakkir fyrir einstaklega vel unnin störf í þágu nemenda og kennara þessara tveggja deilda í yfir 30 ár.