Skip to main content

Mikilvægar dagsetningar fyrir inntökupróf 2025

Byrjun mars – 20. maí: Opið fyrir rafrænar umsóknir í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði á vef HÍ
Umsókn um nám í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði eða tannlæknisfræði er það sama og skráning í inntökuprófið. Athugið að sækja skal um með rafrænum skilríkjum, hafi umsækjandi ekki rafræn skilríki er hægt að fá þau hjá Auðkenni. Þegar umsókn hefur verið lögð inn á umsækjanda að berast móttökukvittun frá umsokn@hi.is sem inniheldur upplýsingar um næstu skref. Hafi umsækjandi ekki fengið móttökukvittun er hann ekki skráður í prófið.

    Þriðjudagurinn 20. maí – Umsóknarfrestur rennur út!
Frestur til að sækja um grunnnám í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði eða tannlæknisfræði (skráning í inntökupróf Læknadeildar og Tannlæknadeildar) rennur út á miðnætti. Engar undantekningar eru gerðar á þessu ákvæði!

    Þriðjudagurinn 20. maí – Skilafrestur fylgigagna
Hafi umsækjandi ekki veitt heimild fyrir rafrænum skilum á stúdentsprófi úr Innu í umsóknarferlinu þarf hann að skila staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini, eða staðfestingu um að stúdentsprófi verði lokið áður en inntökupróf hefst, á pappír til Nemendaskrár Háskóla Íslands.

•    Þriðjudagurinn 20. maí – Umsóknarfrestur um úrræði
Síðasti dagur til að skila inn beiðni um úrræði til Nemendaráðgjafar HÍ.

Afgreiðslu umsókna lokið: Tölvupóstur sendur á umsóknarnetföng samþykktra umsækjenda.

•    Miðvikudagurinn 28. maí kl. 16:00 – Greiðslufrestur próftökugjalds rennur út!
Fljótlega eftir að umsóknarfresti lýkur mun möguleiki til greiðslu á próftökugjaldi kr 35.000,- birtast inn í samskiptagáttinni undir flipanum “Yfirlit umsókna”. Greiða þarf gjaldið í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 á eindaga 28. maí. Hafðu strax samband við Nemendaskrá (umsokn@hi.is) ef þú færð ekki upp greiðslumöguleikann í samskiptagáttinni. Athugið að próftökuréttur er háður settum greiðslufrest og próftökugjaldið er óendurkræft. Engar undantekningar eru gerðar á þessu ákvæði! 

Byrjun júní:

- Tölvupóstur sendur á umsóknarnetföng próftaka með upplýsingum um notendanöfn og aðgangsorð sem þeir nota til að komast inn í INSPERA.

- Próftökum gefst færi á að prufukeyra fartölvur sínar í Safe Exam Browser (SEB) og taka prufupróf. Ef próftakar lenda í vandræðum með að setja upp SEB geta þeir haft samband við tölvuþjónustu UTS. Ef í ljós kemur í prufuprófinu að tölvan virkar ekki með INSPERA er hægt að sækja um Chromebook-lánstölvu til afnota í prófinu.

- Tölvupóstur sendur á umsóknarnetföng próftaka með upplýsingum um staðsetningu (prófstaður, hús, stofa, borð) en listi yfir (niðurröðun) próftaka mun einnig hanga uppi á prófstöðum.

•    Fimmtudagurinn 5. júní og föstudagurinn 6. júní – Inntökupróf haldið!
Inntökuprófið samanstendur af sex tveggja klukkustunda próflotum sem dreifast á tvo daga.

Niðurstöður birtar: Gert er ráð fyrir að það taki allt að einn mánuð að fara yfir úrlausnir. Þegar niðurstöður liggja fyrir fá allir próftakar send svarbréf ásamt frekari upplýsingum í tölvupósti. Próftakar sem ekki öðlast rétt til náms í þeirri námsgrein sem þeir sóttu um fá möguleika á að sækja um í annað nám eftir að niðurstöður hafa verið birtar.

•   Mánudagurinn 11. ágúst - Kennsla hefst í læknisfræði (ath. skyldumæting fyrstu vikuna)

•   Mánudagurinn 19. ágúst - Kennsla hefst í sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði


Vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu Læknadeildar í síma 525 4899 eða á netfang medicine@hi.is hafir þú fyrirspurnir eða athugasemdir.