1. febrúar 2018
Grein eftir íslenska félagsfræðinga vekur athygli
The Sociological Review birti nýverið greinina When breast is not best: Opposing dominant discourses on breastfeeding en höfundar hennar eru Sunna Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði, og Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði.
Niðurstöður greinarinnar hafa vakið nokkra athygli, og er m.a. gerð grein fyrir þeim í Austurríska dagblaðinu Der Standard. Greinin byggist á frásögnum 77 íslenskra kvenna sem hafa upplifað mikla erfiðleika við brjóstagjöf. Varpað er ljósi á reynslu þessara kvenna innan íslensks samfélags þar sem félagslegar og menningarlegar kröfur um brjóstagjöf eru áberandi og sýnt fram á hvernig konurnar andmæla eða ögra ráðandi orðræðum um brjóstagjöfina og hvað felist í því að vera „góð“ móðir.