24. október 2017
Ný grein eftir Baldur Þórhallsson og Pétur Gunnarsson
Nýlega kom út grein eftir Baldur Þórhallsson prófessor við Stjórnmálafræðideild og Pétur Gunnarsson sem útskrifaðist með BA-próf úr stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Greinin ber heitið „Iceland’s alignment with the EU–US sanctions on Russia: autonomy versus dependence“ en hún fjallar um utanríkisstefnu Íslands og samskipti landsins við Rússland, Bandaríkin og Evrópusambandið. Greinin er hluti af rannsóknarverkefni á vegum Alþjóðamálastofnunar Noregs (NUPI).
Hér má finna frekari upplýsingar um verkefnið og greinina.