Nemendur sjá sjálfir um að hafa samband við háskóla, fyrirtæki eða stofnanir og útvega sér vilyrði fyrir starfsþjálfun. Þeir geta einnig sótt um auglýsta starfsþjálfun, ýmist í gagnagrunnum fyrirtækja sem halda úti vefsíðum með starfsþjálfunarmöguleikum eða möguleika sem Alþjóðasvið vekur sérstaka athygli á.
Nemandi þarf ekki að hafa fengið vilyrði fyrir starfsþjálfun frá gestastofnun áður en hann sækir um Erasmus+ styrk hjá Alþjóðasviði.
Fjölmörg samtök halda úti vefsíðum með gagnagrunnum sem geta auðveldað leit að hentugri starfsþjálfun. Athuga skal að þessar stöður eru ekki á vegum eða ábyrgð Háskóla Íslands, en hægt er að sækja um Erasmus+ styrk fyrir starfsþjálfun innan Evrópu. Hér eru nokkrar slíkar síður:
ErasmusIntern - Gagnagrunnur Erasmus+ með styrkhæfum stöðum
European Youth Portal
AIESEC
IAESTE - International Association for the Exchange of Students for Technical Experience
Europlacement
ESPA - European Student Placement Agency
KIT, samstarfsskóli Háskóla Íslands í Þýskalandi, auglýsir reglulega lausar starfsþjálfunarstöður á vefsíðu sinni
Tengslatorg
Á Tengslatorgi Háskóla Íslands, sem er samstarfsvettvangur Háskólans við atvinnulífið, geta nemendur skoðað auglýst störf. Þar er sérstakur flokkur fyrir starfsþjálfun erlendis. Stöður í þeim flokki eru allar styrkhæfar og gildir einu þótt um sé að ræða launaða stöðu eða ekki.
----------
Alþjóðasviði berast reglulega auglýsingar um starfsþjálfun fyrir nemendur og birtir hér fyrir neðan. Athugið að þau tækifæri sem hér bjóðast eru ekki á vegum Háskóla Íslands og Alþjóðasvið kemur ekki að umsóknarferlinu, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Starfsþjálfunarstöður hjá University La Salle: Terre & Sciences, Frakkland
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst
Nánari upplýsingar
Starfsþjálfun hjá OECD, Frakklandi
Allt að sex mánaða starfsþjálfun
Nánari upplýsingar