Skip to main content

Styrkir til starfsþjálfunar

Nemendur eiga kost á að sækja um Erasmus+ styrk til starfsþjálfunar eða rannsóknarvinnu hjá háskóla, fyrirtæki eða stofnun sem starfar á sviði sem tengist námi þeirra.

Upphæð styrkja fer eftir áfangastað og lengd dvalar (athugið að upphæðirnar geta verið breytilegar eftir skólaárum).

  • Ferðastyrkur: 275-820 evrur
  • Styttri dvöl (5-30 dagar): 70 evrur á dag fyrstu 14 dagana, síðan 50 evrur á dag
  • Lengri dvöl (2-12 mánuðir): 640-690 evrur á mánuði

Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins, er ætlað að stuðla að auknu samstarfi meðal háskóla í Evrópu, styrkja Evrópu sem þekkingarsamfélag og styðja við mótun á samevrópsku, nútímavæddu háskólasamfélagi. Erasmus+ veitir nemendum evrópskra háskóla einstakt tækifæri til að öðlast alþjóðlega reynslu í námi sínu og skapa sér sérstöðu á vinnumarkaði. Að auki stuðlar áætlunin að jöfnum tækifærum til náms erlendis með sérstökum viðbótarstyrkjum til að mæta nemendum með sérþarfir.