Umsóknarfrestur í meistaranám við Matvæla- og næringarfræðideild fyrir innlenda og norræna umsækjendur er 15. apríl ár hvert. Einungis er tekið við umsóknum í meistaranám í deildina á haustmisseri. Í undantekningartilfellum eru nemendur teknir inn á vormisseri en sækja þarf um það beint til deildarinnar. Matvælafræði, MS-nám Umsækjendur um MS-nám í matvælafræði skulu hafa lokið BS-prófi á sviði raunvísinda frá Háskóla Íslands, eða sambærilegu prófi frá öðrum skólum, með aðaleinkunnina 7,25 eða hærra. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja MS-nám. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið á umsóknarsíðu HÍ. Næringarfræði, MS-nám Umsækjendur um MS-nám í næringarfræði skulu hafa lokið fyrstu háskólagráðu, BS-prófi, með lágmarkseinkunn 7,25. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja MS-nám. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið á umsóknarsíðu HÍ. Í Matvæla- og næringarfræðideild er tekið á móti umsóknum í doktorsnám allt árið. Hins vegar er einungis opið fyrir rafrænar umsóknir í doktorsnám frá 1. desember til 15. apríl Matvælafræði, doktorsnám Til að innritast í doktorsnám í matvælafræði þarf nemandi að hafa lokið MS-prófi í matvælafræði, næringarfræði, eða öðru samsvarandi prófi.Miðað er við að nemandi hafi að lágmarki fyrstu einkunn (7,25). Heimilt er að víkja frá reglunni um lágmarkseinkunn, hafi umsækjandi sýnt fram á námshæfni eða hæfni í sjálfstæðum rannsóknum. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði og umsóknarferlið í doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið. Næringarfræði, doktorsnám Til að innritast í doktorsnám í næringarfræði þarf nemandi að hafa lokið MS-prófi í matvælafræði, næringarfræði, eða öðru samsvarandi prófi. Miðað er við að nemandi hafi að lágmarki fyrstu einkunn (7,25). Heimilt er að víkja frá reglunni um lágmarkseinkunn, hafi umsækjandi sýnt fram á námshæfni eða hæfni í sjálfstæðum rannsóknum. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði og umsóknarferlið í doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið. facebooklinkedintwitter