Möguleikar á skiptinámi við Hjúkrunarfræðideild hafa aukist undanfarin ár. Skiptinám gefur nemendum tækifæri til að stunda klínískt nám við erlenda háskóla í nokkrar vikur og einnig hafa nemendur fengið tækifæri til að taka þátt í hraðnámskeiðum sem boðið hefur verið upp á í Nordplus samstarfsnetum. Algengast er að nemendur við Hjúkrunarfræðideild fari í skiptinám til háskóla á Norðurlöndum. Nemendur við deildina hafa einnig farið til útlanda á eigin vegum og tekið þátt í starfsnámi og þróunarvinnu, t.d. í Afríku og Mið-Ameríku. Erlendir skiptinemar hafa sótt mjög í að stunda klínískt nám á Íslandi. Nám erlendis býður upp á ýmis tækifæri, víkkar sjóndeildarhringinn og eykur þekkingu. Nemendur læra annað tungumál, kynnast siðum og venjum annarra þjóða, öðlast reynslu af nýju skólakerfi/heilbrigðiskerfi, innsýn gefst í framhaldsnám og aðra möguleika sem bjóðast erlendis. Þessi reynsla er einnig umtalsverður kostur þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Skiptinám - BS nemar Skiptinám BS-nema i byggist fyrst og fremst á því að nemendur taki verklega hluta ákveðinna námskeiða í erlendum háskólum og sjúkrahúsum. Nemendur vinna engu að síður verkefni tengd verknáminu í nánu samstarfi við kennara sinn á Íslandi. Hægt er að taka fleiri en eitt verklegt námskeið og er því dvalarlengd íslenskra skiptinema frá einni upp í sex vikur að jafnaði. Hjúkrunarfræðideild er í eftirfarandi Nordplus samstarfsnetum er tilheyra grunnnámi (BS): Norlys ásamt eftirfarandi skólum: Karolinska Institutet (Svíþjóð) Oslo Met - Oslo Metropolitan University (NO-OsloMet) (Noregur) Metropolitan University College (Danmörk) Novia University of Applied Sciences (Finland) Riga Medical College of the University of Latvia (Lettland) South-Eastern Finland University of Applied Sciences (Finnland) Tallin Health Care College (Eistland) Turku University of Applied Sciences (Finnland) Uppsala Universitet (Svíþjóð) VIA University College (Danmörk) Medico ásamt eftirfarandi skólum: University College Nord-Jylland (Danmörk) Tartu Health Care College (Eistland) Háskólinn á Akureyri (Ísland) Turku University of Applied Sciences (Finnland) Saimaa University of Applied Sciences (Finnland) Acarda (Finnland) Lapland University of Applied Sciences (Finnland) Nord University Mo i Rana (Noregur) NTNU Norwegian University of Science and Technology (Noregur) University of Gävle (Svíþjóð) Åland University of Applied Sciences (Álandseyjar) Umsóknareyðublöð og almennar upplýsingar eru að finna hjá Alþjóðasviði. Skiptinám - Framhaldsnemar Framhaldsnemar eiga kost á því að sækja um Nordplus og/eða Erasmus styrk til að sækja sérhæfð námskeið sem standa ekki til boða við deildina. Til að sækja um Erasmus styrk er lágmarksdvöl erlendis 12 vikur. Hjúkrunarfræðideild er í tvíhliða Erasmus samningi við Lund University í Svíþjóð. Einnig er Hjúkrunarfræðideildin m.a. í samstarfsnetinu Nordsne ásamt eftirfarandi skólum: Oslo Met - Oslo Metropolitan University (NO-OsloMet) (Noregur) Western Norway University of Applied Sciences (Noregur) Lund University (Svíþjóð) University of Gothenburg, Institute of Health and Care Sciences (Svíþjóð) Karlstad University (Svíþjóð) Riga Stradins University (Lettland) Ef nemandi hefur áhuga á að taka heila önn við aðra skóla erlendis, má skoða möguleikann á því að stofna til tvíhliða Erasmus samninga við umrædda skóla. Umsóknareyðublöð og almennar upplýsingar eru að finna hjá Alþjóðasviði. Tengt efni Alþjóðasvið HÍ facebooklinkedintwitter