Skip to main content

Tungumálamiðstöð

Tungumálamiðstöð

Tungumálamiðstöð HÍ skipuleggur margskonar tungumálanámskeið til að mæta þörfum nemenda og starfsmanna HÍ.

Rík áhersla er lögð á nemendastýrt nám þar sem nemandinn stjórnar öllum helstu þáttum námsins með aðstoð kennara. Hann setur sér markmið, velur mismunandi aðferðir í náminu og vinnur með efni sem tengist áhugasviði eða sérgrein hans. Þannig er tungumálanámið sniðið að þörfum hvers nemanda.

""

Viltu læra tungumál?

Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands er opin öllum nemendum og starfsmönnum Háskólans sem vilja leggja stund á tungumálanám. 

Í Tungumálamiðstöðinni er fjölbreytt úrval námsgagna til tungumálanáms sem styðjast við nýjustu upplýsingatækni. 

Forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar er Eyjólfur Már Sigurðsson. Auk hans starfa nemendur í tímavinnu.

Tungumálanámskeið

Tungumálamiðstöðin skipuleggur margs konar tungumálanámskeið til að mæta þörfum nemenda og starfsfólks. Nemendum stendur til boða nám í sex tungumálum: dönsku, frönsku, ítölsku, pólsku, spænsku og þýsku. Námskeið þessi eru metin til eininga.

Á hverju misseri er einnig boðið upp á tungumálanámskeið fyrir starfsfólk. Auk þessa býður Tungumálamiðstöðin upp á fjarnám í íslensku sem erlendu máli með eða án aðstoðar kennara, á vefnum Icelandic Online.

Hafðu samband

Tungumálamiðstöð er í Veröld – Húsi Vigdísar

Sími: 525-4593

Netfang: ems@hi.is