Skip to main content

Tungumálamiðstöð

Tungumálamiðstöð

Tungumálamiðstöð HÍ skipuleggur margskonar tungumálanámskeið til að mæta þörfum nemenda og starfsmanna HÍ.

Rík áhersla er lögð á nemendastýrt nám þar sem nemandinn stjórnar öllum helstu þáttum námsins með aðstoð kennara. Hann setur sér markmið, velur mismunandi aðferðir í náminu og vinnur með efni sem tengist áhugasviði eða sérgrein hans. Þannig er tungumálanámið sniðið að þörfum hvers nemanda.

Reyvarstígur: tækifæri fyrir nemendur HÍ

ReyVarstígur – frá Reykjavík til Varsjár: á slóðum pólsku upplýsingarinnar er fjölþætt og þverfaglegt verkefni þar sem námi og menningu er fléttað saman bæði á Íslandi og í Póllandi á haustmisseri 2025. Um er að ræða samstarfsverkefni Háskólans í Varsjá og Háskóla Íslands sem styrkt er af NAWA (The National Agency for Academic Exchange) í Póllandi. ReyVarstígur upplýsingasíða fyrir nemendur.

Opnað fyrir umsóknir: 17. Mars 2025. 
Umsóknarfrestur: 16. maí 2025.  
Tilkynnt um val á þátttakendum úr hópi umsækjenda: 30. maí 2025. 

""

Viltu læra tungumál?

Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands er opin öllum nemendum og starfsmönnum Háskólans sem vilja leggja stund á tungumálanám. 

Í Tungumálamiðstöðinni er fjölbreytt úrval námsgagna til tungumálanáms sem styðjast við nýjustu upplýsingatækni. 

Forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar er Eyjólfur Már Sigurðsson. Auk hans starfa nemendur í tímavinnu.

Tungumálanámskeið

Tungumálamiðstöðin skipuleggur margs konar tungumálanámskeið til að mæta þörfum nemenda og starfsfólks. Nemendum stendur til boða nám í sex tungumálum: dönsku, frönsku, ítölsku, pólsku, spænsku og þýsku. Námskeið þessi eru metin til eininga.

Á hverju misseri er einnig boðið upp á tungumálanámskeið fyrir starfsfólk. Auk þessa býður Tungumálamiðstöðin upp á fjarnám í íslensku sem erlendu máli með eða án aðstoðar kennara, á vefnum Icelandic Online.

Hafðu samband

Tungumálamiðstöð er í Veröld – Húsi Vigdísar

Sími: 525-4593

Netfang: ems@hi.is