Hvar og hvenær á ég að skrá mig í nám? Umsóknarfrestur um framhaldsnám er til 15. apríl ár hvert en um grunnnám til 5. júní. Allar umsóknir eru rafrænar. Hægt er að sækja um innritun á vormisseri til 30. nóvember og í framhaldsnám til 15. október. Hægt er að sækja um doktorsnám allt árið. Umsóknarfrestur í nám í íslensku sem annað mál rennur út 1. febrúar ár hvert. Umsækjendur með íslenska kennitölu geta sótt um til 20. maí í BA-nám í íslensku og til 5. júní í Hagnýt nám í íslensku. Aðeins er tekið við nýjum nemendum á haustmisseri. Hvenær byrjar kennslan? Sjá upplýsingar í kennslualmanaki. Er skylda að sækja tíma? Meginreglan er sú að tímasókn sé frjáls. Þó er oft gerð krafa um tímasókn í námskeiðum þar sem kennslan byggist að hluta á framlagi nemenda, s.s. umræðu- og verkefnatímum. Upplýsingar um slíkt er að finna í kennsluskrá. Hvert sný ég mér með fyrirspurnir um inntökuskilyrði, mat á námi, námsskipan o.þ.h.? Hægt er að hafa samband við deildarstjóra til að fá nánari upplýsingar um nám. Sjá upplýsingar um starfsfólk skrifstofu Hugvísindasviðs. Hvert sný ég mér með fyrirspurnir um skiptinám? Hægt er að hafa samband við deildarstjóra til að fá nánari upplýsingar um skiptinám. Sjá upplýsingar um starfsfólk Hugvísindasviðs. Hvert sný ég mér með fyrirspurnir um námsval, úrræði vegna fötlunar og sérþarfa o.þ.h.? Til Nemendaráðgjafar HÍ. facebooklinkedintwitter