Skip to main content

Umsókn um grunnnám

Umsókn um grunnnám - á vefsíðu Háskóla Íslands

​​​​SÆKJA UM GRUNNNÁM

Umsóknarfrestur

Tekið er við rafrænum umsóknum um grunnnám við Háskóla Íslands tvisvar á ári að vori og að hausti. Ef síðasta umsóknardag á umsóknartímabili ber upp á helgi er opið fyrir umsóknir til og með fyrsta virka dags eftir þann dag.

Nám sem hefst á haustmisseri

  • Móttaka umsókna hefst á Háskóladaginn sem er árlega í lok febrúar eða byrjun mars
  • Móttöku umsókna lýkur 5. júní
  • Fylgigögnum þarf að skila í síðasta lagi 12. júní.
  • Umsóknarfrestur fyrir erlenda umsækjendur, aðra en skiptinema, er til 1. febrúar ár hvert.  

Undantekning: Umsóknarfresti neðangreindra námsleiða lýkur 20. maí.

Athugið að erlendir umsækjendur sem eru búsettir á íslandi og hafa íslenska kennitölu geta sótt um ofangreindar þrjár námsleiðir í íslensku til 20. maí. Aðrir erlendir umsækjendur sem eru búsettir á Íslandi og hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi erlendis þurfa að sækja um nám fyrir 1. febrúar. 

Nám sem hefst á vormisseri

  • Móttaka umsókna hefst 15. september
  • Móttöku umsókna lýkur 30. nóvember
  • Ekki er tekið inn í nám við öll fræðasvið á þessu tímabili. Aðeins takmarkaður hluti námsleiða er þá í boði. Viðkomandi námsleiðir koma fram á rafrænu umsóknareyðublaði og á yfirliti um námsleiðir í boði.
  • Fylgigögnum þarf að skila í síðasta lagi 8. desember.
  • Ekki eru veittar undanþágur frá formlegum inntökuskilyrðum þegar sótt er um nám sem hefst á vormisseri.

Skil á umsókn

  • Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum. Rafrænt umsóknareyðublað er aðgengilegt á umsóknartíma.

Umsóknarferlið 

Mikilvægt er að kynna sér vel upplýsingar um umsóknarferlið hér fyrir neðan. 

Tengt efni