Nemendur og starfsfólk geta sótt bókasafnsþjónustu á ýmsa staði. Bókasafnsskírteini eru án endurgjalds. Í Bóksölu stúdenta og á skiptibókamörkuðum fást kennslubækur fyrir flest námskeið í Háskóla Íslands. Bókasöfn Háskóla Íslands Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn – Safnkostur á öllum efnissviðum. Safnið býður meðal annars upp á: Lesaðstöðu. Vinnuaðstöðu fyrir einstaklinga og hópa. Útlán á fjölbreyttum safnkosti. Vandaða upplýsingaþjónustu á virkum dögum. Leiðarvísar.is er safn leiðarvísa um heimildir í einstökum fræðigreinum, heimildavinnu og aðrar hagnýtar leiðbeiningar. Hægt er að bóka fræðslu fyrir nemendur hjá sérfræðingum safnsins sem hafa það að markmiði að kynna þjónustu, safnkost og auka upplýsingalæsi og færni í akademískum vinnubrögðum. Framboð rafræns safnkosts hefur aukist til muna hin síðari ár og má sjá lista yfir aðgengileg gagnasöfn á vef safnsins. Stór söfn rafbóka frá mörgum af helstu útgefendum heims hafa einnig verið gerð aðgengileg og munar þar mestu um samninga sem gerðir hafa verið á síðustu misserum að frumkvæði Hugvísindasviðs. Ritver Háskóla Íslands hefur aðstöðu á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni og eru áhugasamir hvattir til að bóka tíma í gegnum vef Ritversins. Bókasafn Lagadeildar Bókasafn Lagadeildar er á 3. hæð í Lögbergi, húsi Lagadeildar, sími 525-4372, lagabokasafn@landsbokasafn.is. Bókasafnið er stærsta lagabókasafn landsins og þar er að finna bækur, tímarit og ýmis uppsláttarrit á sviði lögfræði. Safngögn eru almennt ekki lánuð út nema til nemenda og kennara Lagadeildar HÍ en aðgangur er öllum heimill. Guðmundur Ingi Guðmundsson upplýsingafræðingur er starfsmaður bókasafnsins. Bókasafn Menntavísindasviðs Bókasafni Menntavísindasviðs hefur verið lokað og sameinað Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Safnkostur einkum á sviði menntavísinda. Í safninu er sérstakt kennslugagnasafn fyrir leik- og grunnskólastig þar sem stúdentum er leiðbeint um námsgögn og kennsluaðferðir í undirbúningi fyrir vettvangsnám. Upplýsingaþjónusta og aðstoð við heimildaleit er veitt í safninu og kennsla í upplýsingaöflun er felld inn í inngangsnámskeið í upphafi náms. Heilbrigðisvísindabókasafn Heilbrigðisvísindabókasafn – Safnkostur einkum á sviði heilbrigðisvísinda. Veitir starfsmönnum LSH sem og nemendum og kennurum við Heilbrigðisvísindasvið aðgang að þekkingu sem þeir þurfa í námi og starfi.Skemman Skemman er rafrænt gagnasafn sem heldur utan um lokaverkefni nemenda og rannsóknarrit kennara og fræðimanna. Í Skemmunni má nálgast lokaverkefni nemenda úr: Háskóla Íslands Háskólanum á Akureyri Háskólanum á Bifröst Háskólanum í Reykjavík Landbúnaðarháskóla Íslands Listaháskóla Íslands. Norræna húsið Í Norræna húsinu er bókasafn sem nýtist nemendum í norrænum tungumálum. Bóksala og skiptibókamarkaður Skiptibókamarkaði er að finna í smáauglýsingum í Uglunni. Einnig reka nokkrar deildir og nemendafélög bóksölu fyrir sína nemendur. Bóksala stúdenta Bóksala stúdenta er á 2. hæð Háskólatorgs. Meginmarkmið Bóksölunnar er að útvega nemendum við Háskóla Íslands kennslubækur og önnur námsgögn á sanngjörnu verði. Bóksalan selur nemendum allar námsbækur sem þeir þurfa, ritföng og önnur námsgögn. Þar fást öll helstu fræðirit og handbækur. Einnig er á vef Bóksölunnar vefverslun með heimsendingarþjónustu. facebooklinkedintwitter