Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða á háskólasvæðinu og víðar um Reykjavík, alls um 1600 íbúðir og herbergi. Upplýsingar og umsóknir má fá á vefsíðu Stúdentagarða. Einnig er hægt að sækja um íbúðir hjá Byggingafélagi námsmanna en félagið rekur íbúðir á tíu stöðum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Stúdentagarðar Stúdentagarðar bjóða námsmönnum við Háskóla Íslands til leigu hentugt húsnæði á góðum stöðum og sanngjörnu verði. Húsnæðið er af ýmsum stærðum og gerðum: Einstaklingsherbergi og -íbúðir Tvíbýli Fjórbýli Paríbúðir Tveggja, þriggja og fjögurra herbergja fjölskylduíbúðir Húsakynnin nefnast Gamli Garður Skerjagarður Hjónagarðar Vetrargarður Skuggagarðar Skógargarðar Oddagarðar Ásgarðahverfið Aðgengi er að tölvuneti Háskóla Íslands í öllu húsnæði Stúdentagarða. Allar nánari upplýsingar eru á vef Stúdentagarða. Tengt efni Byggingafélag námsmanna Stúdentagarðar facebooklinkedintwitter