14 tölvuver eru á háskólasvæðinu. Einnig eru tölvuver í húsnæði skólans við Stakkahlíð og í Skipholti. Allir nemendur Háskóla Íslands fá úthlutað heimasvæði á Uglunni, innri vef skólans. Allar upplýsingar varðandi nám og þjónustu auk tilkynninga frá stjórnýslu, deildarskrifstofum og kennurum er að finna þar. Allar upplýsingar og leiðbeiningar er að finna Þjónustumiðjunni. Á Uglu má skoða upplýsingar um lausar tölvur í tölvuverum. Þar má einnig sjá stundatöflu tölvuvera. Lesrými Í Þjóðarbókhlöðu, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, eru um 400 sæti við borð auk fjölmargra sæta við tölvur, lesvélar og í tón- og mynddeild. Auk þess eru hópvinnuherbergi á 3. og 4. hæð. Á Háskólatorgi og Gimli er góð lesaðstaða fyrir nemendur auk tölvuvera. Á bókasafninu í Stakkahlíð, sem er sérhæft safn á sviði uppeldis, kennslu og umönnunar, er einnig lesrými og sæti við tölvur. Einnig eru nokkur sæti ætluð nemendum í útibúum og sérsöfnum á vegum Háskólabókasafnsins í byggingum Háskólans. Þá eru lesrými í Fjölskyldugörðum á Eggertsgötu fyrir íbúa. Opin lesrými og hópvinnuborð eru víða um háskólasvæðið, svo sem í Odda, Gimli, Veröld og Öskju. Hópavinna Nemendur geta bókað stofur fyrir hópavinnu einu sinni í viku í allt að þrjá tíma. Ef bókanir eru tvær eða fleiri í sömu viku er greitt fyrir þær allar. Til að bóka stofu skal hafa samband á netfangið kennslustofur@hi.is. Skilyrði er að nafn, kennitala, námskeið og námskeiðsnúmer komi fram í beiðninni, en einnig þarf að gefa upp nöfn þeirra sem skipa hópinn. Sá sem biður um stofuna ber sjálfkrafa ábyrgð á stofunni nema annað sé tekið fram. Ábyrgðarmaður sér til þess að ekki sé matast í stofunni, umgengni um hana sé góð og að viðskilnaður sé til fyrirmyndar; stólum og borðum raðað rétt upp, gluggar lokaðir og slökkt á skjávarpa. Athugið að beiðnir um stofur þurfa að berast á hefðbundnum vinnutíma og með a.m.k. 2-3 virkra daga fyrirvara. Tengt efni Upplýsingar um tölvuver hjá RHÍ facebooklinkedintwitter