Félagslíf er mikilvægur þáttur háskólanáms og hvetjum við nemendur til að lyfta sér upp annað slagið með samnemendum. Nemendafélögin skipuleggja fjölda viðburða yfir skólaárið og einu sinni á vetri er haldin sameiginleg árshátíð. Nemendafélögin standa einnig reglulega fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, vísindaferðum og skíðaferðum. Nemendafélög Kennó – Félag kennaranema Stúdentafélagið Kennó er félag kennaranema. Félagið sér um öflugt félagslíf fyrir félaga sína auk þess sem Kennó á fulltrúa í stjórnsýslu deildarinnar. Síðustu ár hefur Kennó vandað sig við að taka vel á móti nýjum nemendum með nýnemaleikum auk þess sem nýnemar fá ævinlega fulltrúa í stjórn félagsins. Tumi – Félag nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði og þroskaþjálfafræði Nemendafélagið Tumi er félag nemenda á tómstunda- og félagsmálafræðibraut, þroskaþjálfabraut og starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Tumi heldur úti öflugu félagslífi og gætir hagsmuna nemenda ásamt því að vera málsvari þeirra í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Nemendafélagið stendur fyrir viðburðum sem haldnir eru á skólaárinu. Próflokaskemmtanir, vísindaferðir, spilakvöld og fleira er dæmi um þá viðburði sem Tumi stendur fyrir. Vatnið – Félag nemenda í íþrótta- og heilsufræði Nemendafélagið Vatnið er nýtt félag nemenda í íþrótta- og heilsufræði. Vatnið heldur úti öflugu félagslífi og gætir hagsmuni nemenda ásamt því að vera málsvari þeirra í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Nemendafélagið stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum sem haldnir eru á hverju skólaári. Sviðsráð Sviðsráð Menntavísindasviðs stendur vörð um hagsmuni nemenda, stuðlar að bættri heilsu og líðan stúdenta og vinnur náið með starfsfólki sviðsins að kynningarmálum, hagsmunamálum og öðru því sem snertir stúdenta. Forseti sviðsráðs situr stjórnarfundi Menntavísindasviðs. Sviðsráðið skipa: Gunnar Ásgrímsson, nemi í kennslu stærðfræði, forseti Ásthildur Bjarkadóttir, nemi í uppeldis- og menntunarfræði, upplýsingafulltrúi Magnús Bergmann Jónasson, nemi í list- og verkgreinum, hagsmunafulltrúi Gunnar Freyr Þórarinsson, nemi í íþrótta- og heilsufræði, ritari Andrea Þórey Sigurðardóttir, nemi í þroskaþjálfafræði, kennslumálafulltrúi Tengt efni Félagslíf í Háskóla Íslands facebooklinkedintwitter