Ritver Háskóla Íslands býður nemendum upp á stuðning við hvers konar fræðileg skrif. Nemendur geta komið og fengið stuðning eða góð ráð um hvaðeina sem snýr að skrifum. Allt frá fyrstu hugmyndum og skipulagi, að frágangi og gerð heimildaskrá. Bóka ráðgjöf Hvar erum við? Ritverið er staðsett bæði á Þjóðarbókhlöðu og á bókasafni Menntavísindasviðs í Stakkahlíð. Opnunartímar eru breytilegir. Sími: 525-5975 (Stakkahlíð) og 525-5696 (Þjóðarbókhlaða). Netfang: ritver@hi.is Ritverið tekur ekki að sér að prófarkalesa og leiðrétta, heldur styrkir það höfunda til sjálfshjálpar. Viðtalsfundir Nemendur geta bókað viðtalsfund eða geta litið inn ef starfsmaður er laus á vakt. Ritverið tekur á móti stúdentum á öllum stigum náms, í grunn- og framhaldsnámi. Ritverið skipuleggur námskeið og vinnustofur fyrir þá sem eru með lokaverkefni í smíðum og þeir eiga greiðan aðgang að ráðgjöfum Ritvers á öllum stigum skrifanna. Starfsfólk ritvers Starfsfólk Ritvers eru stúdentar í framhaldsnámi sem hafa hlotið sérstaka menntun um ritun og ráðgjöf, og þjálfun í að leiðbeina öðrum um skrif. Kjölfestan í starfi Ritvers eru viðtalsfundir, persónuleg ráðgjöf við stúdenta með verkefni í smíðum. Tengt efni Vefur Ritvers Ritverið á Facebook facebooklinkedintwitter