Skip to main content
7. júní 2017

Jakob Már ráðinn lektor við Viðskiptafræðideild

""

Jakob Már Ásmundsson hefur verið ráðinn lektor í fjármálum við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands til fimm ára, frá 1. júlí 2017. Jakob lauk doktorsnámi í iðnaðarverkfræði hjá Purdue University árið 2002. Árið 2000 útskrifaðist hann með MA-gráðu í iðnaðarverkfræði frá University of Illinois og BS-gráðu í iðnaðar- og vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1998.

Jakob starfar sem lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Áður starfaði hann m.a. hjá Straumi fjárfestingarbanka, fyrst sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs frá 2011 til 2013 og síðar sem forstjóri frá 2013 til 2015. Jakob var framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs hjá ALMC hf. 2009 til 2013 og framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Straumi-Burðarás á árunum 2005 til 2009. Þá starfaði Jakob hjá Intel Corporation frá 2003 til 2005. Jakob sat í stjórn Samtaka fjármálafyrirtækja frá árinu 2013 til 2015 og situr í dag í stjórn Solid Clouds ehf. og Jakás ehf. auk þess að vera nefndarmaður í prófnefnd verðbréfaviðskipta. Þá situr Jakob í stjórn Arion banka.

Jakob Már Ásmundsson lektor í fjármálum