
Ljósmóðurfræði
180 eða 240 einingar - Doktorspróf
Doktorsnám í ljósmóðurfræði veitir þekkingu, hæfni og þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum til að stunda vísindalegar rannsóknir og gegna hagnýtum störfum á innlendum sem og erlendum vettvangi.

Um námið
Doktorsnám í ljósmóðurfræði er 180/240e rannsóknaþjálfun. Doktorsritgerðin sjálf skal vera 180/240e og taka má námskeið til allt að 30e.
Doktorsnám að loknu meistaraprófi er þriggja - fjögurra ára fullt nám (60 einingar á hverju skólaári).
Að doktorsnámi loknu á nemandinn að vel undirbúinn að starfa sjálfstætt að vísindum.

Markmið námsins
- Að veita nemendum þjálfun og innsýn í rannsóknaraðferðir hjúkrunarfræðinnar og tengdra greina.
- Að nemendur öðlist ítarlega þekkingu á sviði doktorsverkefnis síns.
Í náminu felst undirbúningur og framkvæmd rannsókna, úrvinnsla og túlkun niðurstaðna, kynning og rökræður á eigin rannsóknum í samhengi við þekkingu á fræðasviðinu og birting í ritrýndum tímaritum.
Til að innritast í doktorsnám í ljósmóðurfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild þarf nemandi að hafa lokið MS prófi í ljósmóðurfræði eða öðru prófi sem rannsóknanámsnefnd metur að sé samsvarandi eða jafngilt.
Hafðu samband
Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is
Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14
