2/2020
HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR
Ár 2020, þriðjudaginn 28. janúar var haldinn rafrænn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands, skv. 3. gr. starfsreglna háskólaráðs, sem stóð frá kl. 13.00 til 29. janúar kl. 13.00.
Þátt tóku í fundinum Jón Atli Benediktsson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Benedikt Traustason, Einar Sveinbjörnsson, Guðrún Geirsdóttir, Guðvarður Már Gunnlaugsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Ólafur Pétur Pálsson, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Siv Friðleifsdóttir. Magnús Diðrik Baldursson ritaði fundargerð.
1. Kjör heiðursdoktors við Mála- og menningardeild.
Fyrir fundinum lá tillaga Mála- og menningardeildar um kjör Cynthiu Enloe, alþjóðastjórnmálafræðings og rannsóknarprófessors við Clark háskóla í Bandaríkjunum, sem heiðursdoktors. Fram kom að heiðursdoktorsnefnd hefur fjallað um málið og gerir ekki athugasemd við veitingu nafnbótarinnar. Einnig hafa Mála- og menningardeild og stjórn Hugvísindasviðs samþykkt tillöguna fyrir sitt leyti.
– Samþykkt einróma.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið 29. janúar 2020 kl. 13.