Skip to main content

Fundargerð háskólaráðs 15. júní 2021

7/2021
HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2021, þriðjudaginn 15. júní var haldinn rafrænn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands, sbr. 3. gr. starfsreglna háskólaráðs, sem hófst kl. 9.00.

Þátt tóku í fundinum Jón Atli Benediktsson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Guðvarður Már Gunnlaugsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Isabel Alejandra Díaz, Jessý Rún Jónsdóttir, Jón Ólafsson, Ólafur Pétur Pálsson, Siv Friðleifsdóttir og Vigdís Jakobsdóttir. Magnús Diðrik Baldursson ritaði fundargerð.

1.    Tillaga Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar um kjör heiðursdoktors.
Fyrir fundinum lá tillaga Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar um kjör heiðursdoktors, umsögn heiðursdoktorsnefndar og greinargerð deildarforseta um samþykkt tillögunnar af hálfu deildar og stjórnar Félagsvísindasviðs.
– Tillaga Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar um kjör heiðursdoktors samþykkt einróma.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 16.00.