Nýtt lyfjaform gegn malaríu fyrir börn, sem ekki þarf að gefa á sjúkrahúsum, bar sigur úr býtum í árlegri samkeppni um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands sem lauk í Hátíðasal skólans 2. júní. Þrjú önnur verkefni sem snúast um breytilega stífni gervifóta, sjónræna framsetningu á hopun jökla og hugbúnað til að geta notað íslensku betur í stafrænum heimi fengu einnig verðlaun. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.