Verkefni sem snýst um að þróa sjálfvirkt, þrívítt myndgreiningartól sem byggist á gervigreind og á að auðvelda og flýta greiningu á heilabilun sigraði í samkeppninni um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands sem afhent voru í Hátíðasal í dag. Þrjú önnur verkefni voru verðlaunuð við þetta tilefni, en þau snerta bætta nýtingu á blóði úr sláturhúsum, skimunartæki fyrir málþroska ungra barna og umhverfisvænni sorpförgun í dreifbýli. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.